Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Undarlegar breytingar á fyrirkomulagi stjórnlagaþings

Ég hef talið hugmyndina um stjórnlagaþing af hinu góða, þó að ég hafi reyndar verið efins um að þörf sé á nokkrum flýti hvað það mál varðar.

Bæði er að reiði og flýtir er ekki besta veganestið þegar farið verður að semja stjórnarskrá og svo að ef til vill er betra að bíða betri tíðar til að leggja út þann kostnað sem áætlaður hefur verið.

En mér lýst illa á þær breytingar sem eru nefndar hér.

Stytting tímans sem reiknað er með að stjórnlagaþing eigi að sitja getur verið til baga, saman ber að ekki beri að flýta sér um of við samningu stjórnarskrár.

En lang verst líst mér á að þeir sem sitji stjórnlagaþing geri það eingöngu í hlutastarfi.  Það geri mörgum erfiðara fyrir sem kynnu að hafa áhuga á því að bjóða sig fram til starfans.

Hvar starfa þeir einstaklingar sem ættu auðveldast með að bæta við sig hlutastarfi?

Eina breytingin sem mér finnst ágæt er að kosið yrði samhliða sveitastjórnakosningum á næsta ári.

Enn eitt málið sem núverandi vinstristjórn ásamt Framsóknarflokknum tekst að böggla saman á undarlegan máta.

 


mbl.is Vilja draga úr kostnaði við stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálagjörningar án ábyrgðar

Undanfarna mánuði hefur mikið verið rætt um fjármálagjörninga án ábyrgðar.  Til dæmis þegar einkahlutafélög fá lánaðar stórar fjárhæðir til hlutabréfakaupa, en eigendur einkahlutafélaganna bera enga ábyrgð á láninu.  Geta í raun aðeins hagnast, en tapið lendir þá á einkahlutafélaginu, sem fer á höfðuðið, með tilheyrandi tapi fyrir bankann. 

En það eru líka til stofnanir sem geta eingöngu notið góðs af fjármálagjörningum sínum, ef þeir ganga ekki upp, þá kemur ríkið og bætir tapið eins og þarf.

Þetta á við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.  Ef lífeyrissjóðurinn tekur áhættu sem gengur upp, þá hagnast lífeyrissjóðurinn að sjálfsögðu.

En ef fjárfestingarnar skila sér ekki eða tapast, en og hefur gerst í núverandi árferði þá hlaupa skattgreiðendur undir bagga og leggja sjóðnum til fé.

Venjulegir skattgreiðendur þurfa því ekki aðeins að sætta sig við hugsanlega skerðingu á eigin lífeyrisréttindum, heldur þurfa þeir sömuleiðis að leggja Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins til fé, þannig að ekki þurfi að koma til skerðingar þar.

Er ekki komin tími til að breyta þessu?

Sjá fréttir Vísis af tapi Lífyeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hér, hér og hér.


Ríflega hálfur milljarður til Tortóla?

Þessi frétt, þó að stutt sé í vefútgáfu Viðskiptablaðsins vakti athygli mína.

Hér er sagt að engar upplýsingar hafi fengist um 580 milljóna greiðslu Samsonar ehf til Opal Global Invest, sem er víst með aðsetur sitt á Tortóla.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldi þessa máls og spurning hvort það eigi eftir að koma upp fleiri slík mál.

Eftir því sem ég kemst næst, þá hefur Hr. Google ekkert af Opal Global Invest að segja.  Það er því líklega lítið vitað um það fyrirtæki.


Góð niðurstaða

Ég held að þetta hljóti að teljast góð niðurstaða.  MP banki virðist standa vel og víst er að mörgum mun þykja akkur í því að vörumerkið SPRON verði ennþá til, þó að sparisjóðurinn sem slíkur sé horfinn.

Það gat heldur varla verið að gengið yrði til samninga við fyrirtæki eins og VBS sem nýbúið er að þiggja umtalsverða ríkisaðstoð til að forða því frá fjárhagsörðugleikum, sem er þó líklega ekki séð fyrir endann á.

Það er ekki ólíklegt að margir flytji innistæður sínar aftur til SPRON, þó að þeir séu eflaust líka margir sem kjósa að trúa ríkisfyrirtæki fyrir innistæðum sínum.

En það er gott að það einhverju einkabönkum vaxi fiskur um hrygg á Íslandi.


mbl.is MP banki eignast SPRON
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ástand mannréttindamála í Grikklandi þannig að þangað er ekki hægt að senda flóttafólk?

Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki mikið til þessa máls, en vissulega er það samt svo að í þessum málum er farið eftir lögum og reglugerðum. 

En ég verð sömuleiðis að viðurkenna að mér kemur það spánskt fyrir sjónir ef mannréttindi og meðferð flóttafólks er með þeim hætti í Grikklandi að það teljist óeðlileg eða ómanneskjuleg meðferð að senda flóttafólk þangað.

Nú er Grikkland aðildarríki Evrópusambandsins og hlýtur að fara eftir þeim lögum og reglum sem þar gilda.  Varla lætur "Sambandið" aðildarríkis sín komast upp með að hundsa mannréttindi og að brjóta á réttindum flóttafólks?


mbl.is „Engin ástæða til að senda ekki fullorðna til Grikklands"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af taprekstri stjórnmálaflokka - Vinstri fingurinn

Undanfarna viku eða svo hefur nokkuð verið rætt um fjármál stjórnmálaflokkanna.  Birtar voru upplýsingar um fjármál þeirra og hvaðan þeir hefðu fengið styrki.

Eðlilega spunnust nokkrar umræður um að stjórnmálaflokkarnir hefðu þegið ólöglega styrki.  Allir flokkar fengu ólöglega styrki frá Íslandspósti og Sjálfstæðisflokkurinn fékk að auki styrk frá Neyðarlínunni.  Ekki til fyrirmyndar.

En það kom jafnframt fram að stjórnmálaflokkarnir hafa gjarnan verið reknir með tapi og ýmsir þeirra verulega skuldugir.

En það var ekki orð að finna í fjölmiðlum við hverja skuldirnar voru, eða á hvernig kjörum var stofnað til þeirra.  Það má samt rökstyðja þá skoðun að það sé jafn mikilvægt að slíkar upplýsingar séu opinberar eins og hverjir lögðu þeim til fé.

Sömuleiðis eru engar upplýsingar um kjör flokkanna hjá fjölmiðlum, eða hvernig húsaleigusamningar eru, bara svo örfá dæmi séu nefnd.

Er ekki áríðandi að slíkar upplýsingar séu "uppi á borðum" nú á tímum gagnsæisins?

Það er síðan skemmtilegt að fylgjast með deilunni um hvort að Vinstri græn hafi hlotið fjárstuðning frá Gullfingrinum eður ei.  Ekki að það skipti öllu máli í hinu stóra samhengi, en það er alltaf gaman af svona deilum.

Það virðist ekki leika vafi á því að Geiri hefur sýnt fémildi með vinstrifingrinum, í það minnsta kosti tvisvar.  En enginn hjá Vinstri grænum vill kannast við að hafa tekið við peningunum.


Skrýtinn kynslóðaspuni

Ég verða að viðurkenna að mér finnst skrýtið að flokka stjórnmálamenn niður í kynslóðir.  Fyrir mér getur það ekki skipt meginmáli af hvaða kynslóð einstaklingar eru, heldur hvað þeir hafa til brunns að bera.

Enda eru kynslóðaskipti í besta falli óljós.

En þegar Sjálfstæðismenn tala um að nú hafi orðið kynslóðaskipti í forystu flokksins, spinnur stuðningsfólk vinstriflokkanna (það má heyra blaðamann mbl.is skjóta þessu fram) því til baka að nýi formaðurinn sé af kynslóð "útrásarvíkinganna" sem hafi nú aldeilis ekki verið valdalausir og hafi komið landinu á kaldan klaka.

Líklega er þá Jóhanna Sigurðardóttir af kynslóð Björgólfs "eldra".  Er ekki Steingrímur J. af kynslóð Sigurðar Einarssonar, Pálma Haraldssonar og Halldórs J. Kristjánssonar, svo einhver dæmi séu tekin (þessu er nú skotið hérna fram, ég hef ekki framkvæmt neinar rannsóknir á því hve gamlir þessir menn eru).

Líklega eru því sem næst enginn á Íslandi "hreinn" því "útrásarvíkingarnir" áttu líklegast fulltrúa í flestum kynslóðum.

Það er líka undarlegur málflutningur sem virðist enduróma í viðtalinu hér, að það sé á einhvern hátt til vansa að hafa komið nálægt fyrirtækjarekstri, eða að hafa fjárfest í hlutabréfum.

P.S.  Tæknilega er þessi þáttur slæmur.  Myndin er ágæt, en hljóðið er afar dapurt ótrúlega lágt.

 


mbl.is Þarf að auka tekjutengingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíðindalítið af fjórflokknum - Ekki vænlegt til vinsælda að styðja "loftbóluflokka"

Það er ekki hægt að segja að tíðindin séu stór í þessari könnun.  Niðurstöðurnar svipaðar og sést hafa undanfarnar vikur.

Stærstu tíðindin eru sú að Framsóknarflokkurinn er kominn á kunnuglegar slóðir hvað fylgi varðar eftir að hafa notið meira fylgis um stund.

Ég held að þar sé flokkurinn að taka út refsingu fyrir hve illa flokkurinn hefur haldið á málum sínum nú undanfarnar vikur.  Stuðningur hans við minnihlutastjórnina hefur ekki orðið honum sú lyftistöng sem margir Framsóknarmenn hafa vonast eftir.  Einhvern veginn hefur flokkurinn lent á milli skips og bryggju í þeim stuðningi og frekar hlotið last fyrir að draga fæturnar, en lof fyrir stuðningin.  Hörð gagnrýni á flokkinn hefur komið frá stjórnarflokkunum.

Það er líklega ekki vænlegt til vinsælda að styðja "loftbóluflokka" til valda. 

Annað er að mestu leyti með kyrrum kjörum í þessari könnun, Sjálfstæðisflokkur og VG vinna dulítið á, og Samfylkingin tapar svo litlu fylgi.

Stjórnin er ennþá sterk og ekkert sem bendir til annars en að hún sitji áfram eftir kosningar.

Skyldi Ögmundur verða á ráðherralaunum þá, eða afsala allir ráðherrarnir þeirri búbót og verða á strípuðu þingfararkaupi?

 

 

 


mbl.is Fylgi Framsóknarflokks minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsfólk ASÍ "flokkað"?

Það er óneitanlega skrýtið að lesa fréttir af því að starfsfólki ASÍ sé mismunað eftir því hvaða flokk það er að bjóða sig fram fyrir.

Það sé í lagi að starfsfólk ASÍ bjóði sig fram fyrir Samfylkingu en ekki fyrir Framsóknarflokk.

Útskýringar Gylfa forseta ASÍ eru langt frá því að vera trúverðugar í þessu sambandi.  Fullyrðingar hans í þá veru að 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík séu "öruggt" þingsæti eru engan vegin trúverðugur, eða þá sú fullyrðing að Vigdís hafi sjálf óskað eftir því að hætta.  Hún sjálf er í það minnsta kosti ekki sammála þeirri fullyrðingu.

Það er ekkert nýtt að starfsfólk eða framlínufólk í verkalýðsfélögum starfi í stjórnmálaflokkum, eða séu í framboði.  Um það eru ótal dæmi.

En það er heldur ekkert nýtt að ASÍ virki líkt og framlenging af Samfylkingu, en það er vissulega miður.

Hitt er svo að það er ekki laust við að mér hafi fundist Íslenskir vinstrimenn "ráðstjórnarlegri" nú en um langt skeið.  Þetta er eins og örlítill angi af því.


mbl.is Leit á þátttöku sem uppsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hælar Björgvins G. Sigurðssonar

Þetta er frétt sem vert er að taka eftir og fjölmiðlamenn ættu að fylgja eftir.

Hér virðist það staðfest sem Sjálfstæðismenn hafa haldið fram að andstaðan við rúmar heimildir sérstaks saksóknara hafi komið frá Samfylkingunni, sérstaklega Björgvini G. Sigurðssyni.

Hvers vegna skyldi Samfylkingunni og Björgvini hafa verið á móti skapi að saksóknarinn fengi víðtækari heimildir?

Reyndar verður allur ferill Björgvins sem viðskipta og bankamálaráðherra æ skrýtnari eftir því sem tíminn líður.

Nú kemur í ljós að hann "dró hælana" hvað varðaði víðtækari heimildir handa sérstökum saksóknara, áður hafði komið í ljós að félagar hans í ríkisstjórn treystu honum ekki fyrir mikilvægum uppýsingum hvað varðaði Íslenskt bankakerfi og höfðu hann ekki með á fundum þar sem slíkt var rætt. 

Fullyrðingar í fjölmiðlum um fundi með forsprökkum "útrásarinnar" á undarlegum tímum bætast svo við.

Sjálfur virðist hann telja sig hafa "axlað ábyrgð" með því að segja af sér ráðherradómi "korteri" fyrir stjórnarslit.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig Samfylkingunni gengur í kosningabaráttunni á Suðurlandi, en þar fékk Björgvin eins og kunnugt er endurnýjað umboð til þess að leiða lista flokksins.


mbl.is Hælarnir voru niðri í viðskiptaráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband