Starfsfólk ASÍ "flokkað"?

Það er óneitanlega skrýtið að lesa fréttir af því að starfsfólki ASÍ sé mismunað eftir því hvaða flokk það er að bjóða sig fram fyrir.

Það sé í lagi að starfsfólk ASÍ bjóði sig fram fyrir Samfylkingu en ekki fyrir Framsóknarflokk.

Útskýringar Gylfa forseta ASÍ eru langt frá því að vera trúverðugar í þessu sambandi.  Fullyrðingar hans í þá veru að 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík séu "öruggt" þingsæti eru engan vegin trúverðugur, eða þá sú fullyrðing að Vigdís hafi sjálf óskað eftir því að hætta.  Hún sjálf er í það minnsta kosti ekki sammála þeirri fullyrðingu.

Það er ekkert nýtt að starfsfólk eða framlínufólk í verkalýðsfélögum starfi í stjórnmálaflokkum, eða séu í framboði.  Um það eru ótal dæmi.

En það er heldur ekkert nýtt að ASÍ virki líkt og framlenging af Samfylkingu, en það er vissulega miður.

Hitt er svo að það er ekki laust við að mér hafi fundist Íslenskir vinstrimenn "ráðstjórnarlegri" nú en um langt skeið.  Þetta er eins og örlítill angi af því.


mbl.is Leit á þátttöku sem uppsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Eins og ég les fréttirnar, er Gylfi ekki trúverðugur.  Fyrst er haft efitr honum að Vigdís sé í öruggu þingsæti, sbr. þessa frétt.

Síðar um daginn er hans aðalvörn að hún hafi sjálf hafi óskað eftir að hætta.

Ekki trúverðug vörn af hans hálfu. 

En það veitti ekki af að skilja betur á milli ASÍ og Samfylkingar en nú er, en það er önnur saga.

G. Tómas Gunnarsson, 25.3.2009 kl. 21:54

2 Smámynd: Hörður Einarsson

G. Tómas Gunnarsson.

Það er ekki önnur saga, það ætti að skilja á milli ASÍ og Samfylkingarinnar, sagan segir okkur bara það að, það hefur alltaf verið tenging þar á milli, (einu sinni var það Alþýðubandalag og svo Alþýðuflokkur og nú Samfylking) hvað skyldi þessi flokkur heita næst?

Hörður Einarsson, 25.3.2009 kl. 22:48

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Gylfi Arnbjörnsson er búinn að gera út um framtíð sína bæði sem formaður ASÍ og sem stjórnmálamaður.

Hann hefur ítrekað kommið fram sem forsvarsmaður verkalýðshreyfingar með prédikun um ESB sem eitt og sér nægði til að henda honum úr starfi. Svo keyrði alveg um þverbak með þennan Salómonsdóm hans um konugreyið sem leyfði sér að hafa pólitíska skoðun og var starfsmaður ASÍ.

Hvenær fór forseti Alþýðusambands Íslands að hafa vald til að stjórna því hvaða skoðun Pétur eða Páll hafa í pólitík?

Bara burt með þennan náunga.

Þórbergur Torfason, 26.3.2009 kl. 00:02

4 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Það er illa komið fyrir verkalýðshreyfingunni í dag. Aumingjaskapurinn samdauna spillingunni í Lífeyrissjóðunum er vegna embættismanna á skrifstofum verkalýðasfélaganna. Einræðistilburðir Gylfa í samningum við vinnuveitendur gegn andstöðu margra stéttarfélaga og svo núna pólitískt einræði hans sem málpípa Samfylkingarinnar hlýtur að fella hann endanlega, annars eru verkalýðsleiðtoga á Íslandi aumir húsgangarar.

Hér áður fyrr voru verkalýðaforingjar úr öllum flokkum innan Alþingis og ef eitthvað var, þá var meiri reisn yfir Alþingi þá en hefur verið síðustu 15-20 árin.

Sigurbjörn Svavarsson, 26.3.2009 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband