Fjármálagjörningar án ábyrgðar

Undanfarna mánuði hefur mikið verið rætt um fjármálagjörninga án ábyrgðar.  Til dæmis þegar einkahlutafélög fá lánaðar stórar fjárhæðir til hlutabréfakaupa, en eigendur einkahlutafélaganna bera enga ábyrgð á láninu.  Geta í raun aðeins hagnast, en tapið lendir þá á einkahlutafélaginu, sem fer á höfðuðið, með tilheyrandi tapi fyrir bankann. 

En það eru líka til stofnanir sem geta eingöngu notið góðs af fjármálagjörningum sínum, ef þeir ganga ekki upp, þá kemur ríkið og bætir tapið eins og þarf.

Þetta á við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.  Ef lífeyrissjóðurinn tekur áhættu sem gengur upp, þá hagnast lífeyrissjóðurinn að sjálfsögðu.

En ef fjárfestingarnar skila sér ekki eða tapast, en og hefur gerst í núverandi árferði þá hlaupa skattgreiðendur undir bagga og leggja sjóðnum til fé.

Venjulegir skattgreiðendur þurfa því ekki aðeins að sætta sig við hugsanlega skerðingu á eigin lífeyrisréttindum, heldur þurfa þeir sömuleiðis að leggja Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins til fé, þannig að ekki þurfi að koma til skerðingar þar.

Er ekki komin tími til að breyta þessu?

Sjá fréttir Vísis af tapi Lífyeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hér, hér og hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þetta er alveg rétt hjá þér nafni.  Það er kominn tími til að endurskoða lög um ábyrgð stjórnenda, hvort heldur einkahlutafélaga (ehf), hlutafélaga (hf), sjóða (í almanna eigu) og annarra stofnana.  Menn hafa komist allt of billega frá hlutunum og verðum við að horfast í augu við það að löggjöfin hefur ekki verið í lagi.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 31.3.2009 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband