Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Aftursætisbílstjórinn lætur til sín taka

Það er öllum ljóst að örlög ríkisstjórnar Samfylkingar og VG er og verður alltaf í höndum Framsóknarflokks.  Það hefði öllum átt að vera ljóst frá upphafi.

Það er sömuleiðis ljóst að slíkur stuðningur getur aldrei verið alfarið óskilyrtur.  Það er að segja að Framsóknarflokkurinn mun varla styðja aðgerðir sem þeim eru alfarið á móti skapi, eða þeir telja horfa til verri vegar fyrir þjóðarhag eða stríðir á móti lögum eða stjórnarskrá.

Ég hef auðvitað ekki lesið drög að væntanlegum stjórnarsáttmála, en það sem hefur verið birt í fjölmiðlum (án þess að geta sagt til um hvort að það sé allt rétt), þá hefur það margt virkað tvímælis og sumt hreinlega barnalegt.

En það verður að segja eins og er að væntanleg stjórn byrjar ekki vel, samstarf þessarra þriggja flokka (því Framsóknarmenn eru í raun aðilar að samkomulaginu) fer stirðlega af stað og það hefur tekið ótrúlega langan tíma að koma sér saman um hvað eigi að gera, sérstaklega þegar horft er til þess að þessarri stjórn er aðeins ætlað að sitja í u.þ.b. 3. mánuði.

En það er reyndar skondið að lesa skrif margra Samfylkingar og VG manna, en margir þeirra virðast aðeins telja það formsatriði að þessi stjórn sitji áfram eftir kosningar.  VG menn virðast telja það einsýnt að þá verði Steingrímur J. forsætisráðherra (mér skilst að hann hafi orðað það í viðtali við Klassekampen) en Samfylkingarmenn sjá fyrir sér að þá komi Ingibjörg Sólrún og taki við stjórnartaumunum.

En enn hefur þeim ekki tekist að koma ríkisstjórn á koppinn.

 


mbl.is Ósætti um aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðafulltrúi komandi ríkisstjórnar?

Það vakti mér hálfgerðan hlátur þegar ég sá þessa frétt.   Hún er frá Reuters, en vitnað er í henni í viðtal sem BBC átti við forseta Íslands.

Í fréttinni segir m.a.: 

Iceland's president said in a BBC interview on Tuesday that a change in central bank leadership was one of the "pillars" of a new political platform that is being forged following the collapse of a ruling coalition.

Speculation that central bank chief David Oddsson will lose his job has intensified in the wake of the political upheaval. Oddsson, an ally of the outgoing prime minister, is a chief target of protesters' anger.

Forseti Íslands er sem sagt farinn að segja frá stefnuatriðum verðandi ríkisstjórnar í erlendum fjölmiðlum og ég get betur skilið í fréttinni en að hann vitni til þeirra samtala sem hann hafi átt við stjórnmálaleiðtogana.

Fyrirtaks blaðafulltrúi sem stjórnin hefur myndu sumir segja.

Mér kemur frekar ákveðið Stuðmannalag í hug.


mbl.is Næstu skref í stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sami kraftur og harka og í Samkeppniseftirlitinu?

Það er ekki að undra þó að VG og Samfylking hyggi á að fá utanaðkomandi mann í Viðskiptaráðuneytið.  Þar er þörf fyrir hörkunagla sem lætur "auðvaldið" ekki komast upp með neitt múður og beitir sér fyrir kröftugra og heilbrigðara atvinnulífi.

Þá er liggur auðvitað ekkert beinna við en að leita til stjórnarformanns Samkeppniseftirlitsins sem er þekkt fyrir að setja "auðmönnum" og fyrirtækjum þeirra stólinn fyrir dyrnar og hefur aldrei misst af neinu tækifæri til að auka heilbrigða samkeppni til heilla fyrir neytendur.


mbl.is Nær Evrópu með Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ber Ögmundi ekki skylda til að gæta hagsmuna Davíðs?

Þessi frétt á ekki að þurfa að koma neinum á óvart, flestum ætti að vera kunnugt um þá staðreynd að ríkisstarfsmenn njóta meira atvinnuöryggis en starfsmenn almenns vinnumarkaðar á Íslandi.

En það er sitthvað sem ef til vill kemur á óvart þegar hlustað er á þessa frétt.

Hví er t.d. talað við stjórnmálafræðing en ekki talsmann BSRB?  Væri ekki maður frá BSRB best til þess fallinn að útskýra hver réttindi opinberra starfsmanna eru?

Annað sem hlýtur vissulega að koma upp í hugann er, hvernig á því standi að það leiti svo ákaft í fréttir nú, að erfitt og kostnaðarsamt verði að breyta um yfirstjórn í Seðlabankanum.

Ekki var fjallað um þá staðreynd áður en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sprakk.

Engum ætti þó að vera sú staðreynd betur kunn en Ögmundi Jónassyni, sem aldrei kom umbjóðenda sínum, Davíð Oddssyni til varnar. 

Skyldi Davíð annars ekki hafa greitt félagsgjöldin?


mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Jóhanna bara puntudúkka?

vidraedurJóhanna Sigurðardóttir hefur verið því sem næst jafn lengi í stjórnmálum og minni mitt nær.  Aldrei hefði mér dottið í hug að tengja hana og orðið puntudúkka saman fyrr en í dag, þó að Jóhanna hafi aldrei verið í uppáhaldi hjá mér, þá hef ég alltaf borið virðingu fyrir henni.

En það hlýtur að teljast verulega sérstakt að verðandi forsætisráðherra (alla vegna er það lang líklegast í stöðunni nú) taki ekki þátt í stjórnarmyndunarviðræðum, nei, um þann þátt sjá aðrir.  Eru það þá "stjórnendurnir" og Jóhanna "bara verkstjórnandinn", eins og nú ku víst tíðkast að kalla forsætisráðherrann. 

Eða er Jóhanna eingöngu ásættanlegt "andlit" út á við, vinsælasti ráðherra fráfarandi stjórnar og því það sem Samfylkingin taldi "vænlegast til vinsælda"?  Eða er hún sá Samfylkingarmaður sem VG gat best sætt sig við?

Það er ábyggilega einsdæmi að verðandi forsætisráðherra sitji ekki fundi þar sem unnið er að gerð stjórnarsáttmálans.

Því hafa margir haldið fram að Jóhanna hefði jafnvel hugsað sér að hætta fyrir kosningar, hún hefði því verið góður kostur sem allir hefðu getað sætt sig við.

Þess vegna kemur sú hugsun upp í hugann, að Jóhanna sé einfaldlega "frontur", puntudúkka væntanlegrar ríkisstjórnar.

P.S. Myndinni er stolið af vef RUV, nánar tiltekið úr þessarri frétt.


Jákvæðar fréttir 15. mínútur fyrir "lokun"?

Ég er fylgjandi hvalveiðum og á þeirri forsendu fagna ég þessarri ákvörðun Einars K:  Ég hef heldur engar sérstakar áhyggjur af því að ekki takist að selja afurðirnar, þ.e.a.s. ég held að Kristján Lofts fari ekki að eyða hundruðum milljóna í hvalveiðar, ef hann telur sig ekki geta selt afurðirnar.

En ég set þó stórt spurningamerki við það að taka ákvörðun sem þessa undir þeim kringumstæðum sem nú ríkja.  Þessi ákvörðun hlýtur að verða umdeild, og því umdeildari þegar ráðherra tekur hana örfáum dögum áður en yfirgefur ráðuneytið.

Frá hinu sjónarhorninu má segja að þar sýni ráðherra vilja sinn, sem hann hugsanlega hefur ekki getað komið fram vegna tillitssemi við samstarfsflokkinn.

Ákvörðunin er tekinn það skömmu fyrir stjórnarskipti að sá sem tekur við hefur nægan tíma til að draga ákvörðunina til baka.

Þannig sést vilji ráðherra og flokka, það má segja að það sé í góðu lagi.

 


mbl.is Hvalveiðar leyfðar til 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn, tveir og horfinn - Rauði járnhanskinn tekinn fram

Það kom mér ekkert sérstaklega á óvart að Ágúst Ólafur skyldi hætta í stjórnmálum á þessum tímapunkti.  Það er einfaldlega takmarkað hvað stjórnmálamenn geta þolað að vera niðurlægðir af eigin flokki og staðið samt keikir eftir.

Nú þegar líklega er orðið ljóst að Ágústi hefur ekki verið ætlað neitt ráðherraembætti í "Verkstjórnarríkistjórninni".  Honum hefur heldur ekki ætlað neitt meiriháttar hlutverk af flokksins hálfu, jafnframt því að honum hefur líklega verið gert ljóst að hann yrði ekki varaformaður flokksins eftir næsta landsþing. 

Hvað gera ungir varaformenn þá?  Jú, annaðhvort einbeita þeir sér að því að taka forystuna eða þeir hætta.

Ingibjörg þurfti líka að sýna að uppákomur eins og að varaformaður tali einarðlega gegn forystunni séu einfaldlega ekki liðnar.

Því tók hún fram rauða járnhanskann, ef til vill vonum seinna.


mbl.is Ég er ekki að fara í fússi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland - Gimli - 100 árum seinna?

Fyrir þá sem hafa áhuga fyrir því að fylgjast með því sem skrifað er um Ísland og Íslendinga í erlendum fjölmiðlum bendi ég á frétt sem birtist á vef Globe and Mail í gærkveldi.

Þar er fjallað um hugsanlega "seinni bylgju" Íslendinga vestur um haf, en Íslendingum í Gimli hafa borist nokkuð af fyrirspurnum um hvort að mögulegt sé að fara fótspor þeirra Íslendinga sem settust þar að í kringum þar síðustu aldamót.

Ekki veit ég hversu auðvelt það er fyrir Íslendinga að fá vinnu eða atvinnuleyfi í Kanada, en veit þó að kerfið er stirt og ferillinn langur.

Það má svo til gamans geta að það hefur verið afspyrnu kalt í Gimli og á sléttunum hér í Kanada í vetur. Kuldinn hefur farið vel niður fyrir 40°C.  Það má því segja að það vanti einhvern til að "finna upp" hitaveituna þar fyrir Vestan.

Fyrr í gær, birtist hins vegar þessi frétt um stjórnarslitin á vef Globe and Mail.

 


Bestu fréttir dagsins

Sem betur fer koma líka góðar fréttir þessa dagana, meðfylgjandi frétt er tvímælalaust besta fréttin sem ég hef lesið undanfarna daga.

Góður meirihluti Íslendinga er þeirrar skoðunar að ekki sé ástæða til að sækja um aðild að "Sambandinu".  Aðeins í einum stjórnmálaflokki er meirihluti fyrir "Sambandsaðild".  Eingöngu í Samfylkingunni nýtur "Sambandið" meirihlutastuðnings.

Þetta sýnir að fylgið við aðild hefur minnkað þegar umræðan hefur aukist líkt og gerst hefur undanfarnar vikur.

Reyndar var það eftirtektarvert að þegar umræðan jókst, fannst mörgum nóg um og fannst hún of fyrirferðarmikil.

En þessi niðurstaða nú, sýnir sömuleiðis að það er óþarfi að hlaupa til í óðagoti þó að eitthvert málefni njóti fylgis meirihluta í skoðanakönnunum.

Þetta er líka þörf áminning til þeirra sem vildu keyra aðildarumsókn í "Sambandið" með offorsi í kjölfar efnahagshrunsins.

Það verður líka fróðlegt að fylgjast með, ef þessar niðurstöður koma úr fleiri könnunum, hvort að Samfylkingin fer með "Sambandsaðild" sem sitt meginmál í komandi kosningum.

 

 

 

 


mbl.is Meirihluti vill ekki aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsögn og lýðskrum

Ef til vill er ekki rétt að segja að afsögn Björgvins G. komi á óvart, það er heldur ekki hægt að segja að hún sé óverðskulduð.

En tímasetningin á henni ber með sér  sterkan keim af lýðskrumi, en það er heldur ekkert nýtt að sá keimur fylgi viðskiptaráðherranum.

Það hlýtur að orka tvímælis ef viðskiptaráðherra hefur fundið hjá sér sterka hvöt til þess að segja af sér og stokka upp í Fjármálaeftirlitinu, að hann hafi beðið með þær ákvarðanir þangað til örstuttu eftir að búið er að leggja fram tillögur um kosningadag.  Nú þegar jafn líklegt er og ekki að stjórnin spryngi.

Í stuttu máli þá virkar það ekki trúverðugt.

Sitji stjórnin áfram tekur það líklega nýjan viðskiptaráðherra líklega fram að kosningum að setja sig inn í málin, það sama gildir auðvitað ef skipt verður um stjórn.

Afsögn Björgvins hefð styrkt stöðu hans ef hún hefði átt sér stað á síðasta ári, núna virkar afsögnin hálf hjákátlega á mig.


mbl.is Afsögn Björgvins vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband