Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Heim að Bjórá að ný

Þá er fjölskyldan komin heim í "heiðardalinn", þ.e.a.s. heim að Bjórá.  Hingað komum við ásamt mestu af okkar hafurtaski (ein taska hefur ekki skilað sér ennþá) á föstudagskvöldið.

Gærdagurinn, sem jafnframt var annar afmælisdagur heimasætunnar fór að mestu leyti í að slappa af og ná áttum eftir þessa mánaðar "útiveru".  Að sjálfsögðu var þó skreytt terta og gjafir opnaðar, en að öðru leyti var beðið með fagnað.

En nú fer þetta allt að færast í samt horf og hversdagslífið tekur við, eftir sælustundirnar í Eistlandi og á Íslandi.

Meira síðar.


Ekki Massa dagur

Frábær akstur Massa í upphafi Ungverska kappakstursins gladdi mig svo sannarlega.  En það var jafn grátlegt að sjá Ferrari vélina gefa sig þegar aðeins 3. hringir voru eftir.

Hamilton var sömuleiðis óheppinn, hefði líklega unnið auðveldan sigur eftir óhapp Massa, ef ekki hefði ekki hent að framdekkið hjá honum sprakk.  Það var þó lán í óláni fyrir hann að það gerðist á nokkuð hentugum tíma (ef einhvern tíma er hentugur tími til þess að láta dekk springa hjá sér).  Hann komst inn á þjónustusvæðið og gat fyllt sig af bensíni til enda og þurfti ekki að taka aukahlé.

Raikkonen sýndi enga meistaratakta í þessum kappakstri, en vann sig jafnt og þétt upp, sérstaklega á óhöppum hjá öðrum ökumönnum.  En hann þarf að taka sig á ef hann ætlar að hampa titlinum í vor.

En Kovalainen átti góðan dag, og vann sinn jómfrúarsigur, og Glock kom skemmtilega á óvart og náði öðru sætinu. 

"Úgríarnir" hérna ráða sér varla fyrir kæti yfir því að tveir "úgríar" hafi verið á verðlaunapalli og verður að viðurkennast að það er harla vel að verki staðið hjá Finnunum.

En Ferrari þarf að gera mun betur en þetta.


mbl.is Kovalainen fagnar óvæntum jómfrúarsigri í Búdapest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í rétta átt

Það er óneitanlega jákvætt ef að meira jafnvægi er að komast á viðskipti Íslendinga við útlönd.  Í fljótu bragði má draga þá ályktun af þessarri frétt að gengi krónunnar sé á nokkurn veginn réttu róli þessa dagana.  Styrking væri þá af hinu illa og yki hættuna á því að halli yrði á viðskiptunum.

Það sem til þarf að koma svo að styrking krónunnar sé raunhæf er aukin útflutningur, aukin framleiðsla.

Það ástand sem hefur ríkt undanfarin ár hefur haft í för með sér gríðarlegan innflutning, enda má ef til vill segja að erlendar vörur hafi verið á afar hagstæðu verðu, en innlendar að sama skapi á óhagstæðu.

Það hefur sést vel, t.d. í húsnæðisverði, en Reykjavík hefur verið með eitthvert allra hæsta húsnæðisverð, en þess verður þó að geta að þar er ekki um gengið eitt að ræða.

En þessi breyting á genginu hefur margar jákvæðar hliðar, þó aðrar séu ekki ánægjulegar.  Í þessarri frétt á Vísi, má lesa um stóraukna verslun erlendra ferðamanna á Íslandi.  Þeir eru enda fleiri en einn tölvupósturinn sem ég hef fengið þar sem sagt er frá því hve hagstætt sé að versla á Íslandi, sökum þess að gengið hafi fallið.

En að ferðamenn versli meira er auðvitað sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að ekki er ólíklegt að þeim fari fækkandi á allra næstu árum.

Hækkandi eldsneytisverð og aðrar boðaðar álögur á flug, er líklegar frekar en hitt til að draga úr ferðamannastraumi um heiminn, sem og almennt verra efnahagsástand.  Líklega verður samdráttur á Íslandi sem annarsstaðar.

Slæmu hliðarnar eru auðvitað að innfluttar vörur hækka, kaupgeta í erlendum myntum lækkar og þar fram eftir götunum. 

En var það ekki óumflýjanlegt, hvað annað var í spilunum?  Atvinnuleysi?

 


mbl.is Afgangur af vöruskiptum í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrir dagar eftir Tallinn - Myndir

Þá er að líða að lokum dvalar Bjórárfjölskyldunnar hér í Tallinn og nágrenni.  Eldsnemma á mánudagsmorgunin er meiningin að taka ferjuna yfir til Finnlands og fljúga þaðan um eftirmiðdaginn til Íslands.

Þar verður gert stutt stopp, eða fram á föstudag.  Þá verður haldið heim á leið til Toronto.

Verslunarmannahelgin fram hjá Tallinnarbúum, eins og vera ber, en þó hefur verið fjarskalega gott veður hér undanfarna daga og hefur víða mátt sjá fólk vera að gíra sig upp fyrir "strandpartý".  Um kvöldmatarleytið í gær mættum við mörgum hópuk af unglingum sem virtust "grunsamlega" vel útbúin af handklæðum og kælitöskum og virtust þau öll stefna til sjávar, svona rétt eins og læmingjar.

En dvölin hér hefur verið góð, og borgin hefur skartað sínu fegursta.  Hér má sjá nokkrar myndir sem ég hef tekið hér undanfarna daga.  Þeir sem vilja sjá fleiri myndir geta farið á http://www.flickr.com/photos/tommigunnars  Þeir sem vilja geta svo klikkað á myndirnar til þess að sjá þær stærri og flytjast með því yfir á Flickr síðuna.

Towering Postcard Stand From Tallinn Working on a Reflecion Ferry to the Sunset A Place To Sing Lazy White Cat in Keila

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband