Á Kúpunni

Það verður fróðlegt að fylgjast með hver verður þróunin á Kúbu á næstu árum og hvernig landinu tekst að vinna sig frá kommúnismanum, ef það tekst á annað borð.

Það er jú mjög misjafnt hvernig til hefur tekist í ríkjum kommúnismans, og þarf ekki að nefna fleiri dæmi en Eistland og Pólland öðru megin og Hvíta Rússland hinum megin.

En það er óskandi að frelsi íbúanna aukist jafnt og þétt og stjórnendur landsins hætti að selja þegna sína sem hálfgerða þræla, sleppi lausum kraftinum í íbúunum og leyfi þeim að velja sér forystu.

En í sjálfu sér er engin ástæða til þess að vera bjartsýnn, því slagorðið Cuba libre er jafngilt nú og það var fyrir 50 árum, líklega er þörfin meiri í dag.

P.S.  Þegar ég horfði á myndbútinn sem er með þessari frétt áttaði ég mig á því að Spænskan situr ekki mikið í mér, ég skyldi ekki orð.


mbl.is Kastró segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband