Heilsukreppa

Ofan í miðja fjármálakreppuna skall á heilsukreppa hjá þeim sem mestu ræður á þessu bloggi.  Svo djúp var sú kreppa að ekkert hefur verið ritað hér á bloggið í u.þ.b. viku.

Heilsukreppan lagðist svo á kroppinn að undirritaður gat ekki hugsað margar heilar hugsanir í röð, og því var talið að best færi á að hvíla bloggið, sem og sálina og kroppinn.

Ólíkt fjármálakreppunni er heilsukreppan í rénum og rís nú línuritið aftur upp á við.  Hér er heldur ekki hlífiskildi haldið yfir neinum og engin hræðsla við að benda á sökudólga, allt sett upp á borðið, og næsta víst talið að um hafi verið að ræða "inside job".

Þó varast beri að fella dóma áður en fullar niðurstöður liggja fyrir, bendir flest til að aðalsökudólgarnair séu hálskirtlarnir, og gerast kröfur þess efnis að þeir víkju, verði hreinlega skornir, æ háværari.  Endanlegur dómur hefur þó ekki fallið því ólíklegt annað en þeir lifi jólin af.

Þangað til er þeim haldið niðri og skaðsemi þeirra takmörkuð með fúkkalyfjum.  Þetta horfir því allt til betri vegar og næst vonandi fullnaðarlausn innan tíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband