Bráðum kemur betri tíð, með ....

Það er alltaf gott að sjá að Íslendingar eru bjartsýnir.  Það er alltaf gott veganesti inn í framtíðina þó að vissulega sé best að bjartsýnin sé ekki úr hófi.

En það er virkilega athyglisvert að þeir eru eingöngu 5% af þjóðinni sem er svartsýn á komandi ár.  En auðvitað hafa Íslendingar ástæður til að vera bjartsýnir, þjóðin hefur það gott, uppgangur hefur verið nú næsta samfelldur um margra ára skeið og allir virðast hafa það mun betra en áður.

En auðvitað er ekki allt eins og best verður á kosið, og verður það líklega seint.  Verðbólga er of mikil og þar af leiðandi vextir háir.  Það virðist þó ekki koma í veg fyrir að Íslendingar skuldsetji sig.

En auðvitað vona allir að nýja árið verði gott, helst betra en það sem kvaddi.  Líklega verður árið spennandi fyrir Íslendinga, ekki síst þegar horft er til kosninganna í vor.  Núna verður að teljast líklegra en ekki að stjórnarskipti verði í vor, en enn er langt til kosninga er stundum sagt.

 


mbl.is Þriðjungur býst við betri tíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband