"Karlinn í brúnni"

Það er nú að verða vika síðan ég ætlaði að blogga um þessa útreið Samfylkingarinnar í nýjustu skoðanakönnunum.  Þeir "Fylkingarmenn" sem ég hef heyrt í hafa nú reynt að bera sig vel, en áhyggjurnar koma nú samt fram.

Það hlýtur enda að vera áhyggjuefni fyrir Samfylkingarmenn að útkoma flokksins skuli ekki vera betri nú þegar um það bil 11 mánuðir eru til kosninga.  Flokkurinn þeirra í stjórnarandstöðu, stjórnin á sínu 12. ári, en allt kemur fyrir ekki, Samfylkingin heldur áfram að dala.

Menn hafa auðvitað á því skiptar skoðanir hverju þetta sæti.  Sumir hafa nefnt kosningabaráttuna í borginni, og held ég að það sé nokkuð til í því.  Þegar flokkur á "slæman dag" í Reykjavík, hefur það áhrif um allt land.  Framganga Samfylkingarinnar í Reykjavík var langt frá því að vera traustvekjandi, og forystumaðurinn ekki til þess fallinn að sækja fylgi.

Aðrir hafa nefnt að fjölmiðlar séu ekki hliðhollir Samfylkingunni og það bitni á fylginu.  Ég get ekki tekið undir það, þess sést ekki merki að Samfylkingin hafi síðri aðgang að fjölmiðlum en aðrir flokkar og ætti samfylkingarfólk ekki að eiga erfitt með að koma málefnum sínum á framfæri, frekar en aðrir.

Nú, lélegir innviðir hafa ennfremur verið nefndir til sögunnar, en ég verð að láta þá sem starfa í Samfylkingunni eftir að dæma sannleiksgildi þeirrar tilgátu, ég þekki ekki nógu vel til.

En engin, alla vegna af stuðningfólki Samfylkingar,  minnist á að forysta flokksins sé einfaldlega ekki að skila sínu, fæli frekar frá fylgi heldur en hitt, sem þó hefur verið nokkuð áberandi frá forystuskiptum.  Svo notað sé líking sem alþýðuflokksfólk ætti að kannast við, "karlinn í brúnni" er einfaldlega ekki að fiska.

Auðvitað verður ekki skipt um forystu fyrir kosningar, en ef árangurinn í þingkosningum  verður ekki betri en hann var í Reykjavík í síðustu borgarstjórnarkosningum, held ég að margir fari að ókyrrast og láti ekki nægja að heimta breytingu á "kúrsinum", heldur vilji breytingar á mannskapnum í "brúnni".

En vissulega ber að hafa í huga að þetta eru eingöngu kannanir, og enn er langt til kosninga.


mbl.is Dregur úr fylgi Samfylkingarinnar samkvæmt nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, könnun Fréttablaðsins. Ég get ekki verið annað en skeptískur varðandi flest allar þær kannanir sem Fréttablaðið gerir, vegna þess að yfirleitt (miðað við kannanir undanfarinna missera) er ekki birt hversu stórt úrtakið er, hvernig það er dreift, hversu margir svöruðu og svo frv.

Almennt er akaflega léleg fréttamennska þar á bæ, ákaflega, að mínu mati. Og nei, Morgunblaðið er lítið skárra.

Guðmundur D. Haraldsson (IP-tala skráð) 7.7.2006 kl. 03:09

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Að sjálfsögðu er best að taka öllum skoðanakönnunum með fyrirvara, frá Fréttablaðinu sem öðrum. En það birtist fáum dögum síðar könnun frá Gallup sem var með því sem næst sömu niðurstöðu og þessi fyrir Samfylkinguna. Það ætti því að vera óhætt að draga þá ályktun að staðan sé ekki góð þar um þessar mundir og "karlinn í brúnni" ekki að "landa" atkvæðum. En skoðanakannanir eru bara kannanir, "sú stóra" er eftir 11. mánuði.

G. Tómas Gunnarsson, 7.7.2006 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband