Þegar orðið er ekki frjálst

Athugasemd við orðið

Ég lít oft við á blogsíðu "fjölmiðilsins" "Orðið á götunni".  Það er ágætis síða sem stendur vel með sínum flokki, segir "jaðarfréttir", jafnvel hálfgert slúður, sumt satt, sumt sem ekki stenst. 

En það er nú lítið um það að segja, ég er eins og hver annar hef oft gaman af þessum "óstaðfestu sögnum" og einstaka sinnum hef ég ritað stuttar athugasemdir við þær.

Fyrir fáum dögum birtist þar grein sem ber heitið "Sagði einhver "tortryggni" og "blóðug átök"?"

Undir þá grein ritaði ég stutta athugasemd á aðfaranótt laugardags.  Þegar ég skoðaði síðuna síðan á laugardag sá ég að hún var ekki á síðunni.  Á laugardag setti ég hana því inn aftur, en enn hvarf hún.

Nú er það svo að þeir "orðsins menn" ráða að sjálfsögðu hvað birtist á þeirra síðu og ekki dettur mér í hug að fara að kvarta undan því.  Það er að sjálfsögðu réttur hvers og eins að ritstýra sínum miðli.  En þar sem ég hef þó á því mikinn áhuga að athugasemdin birtist, þá liggur auðvitað beinast við að birta hana á minni eigin síðu.

En athugasemdin var sem hér segir:

"Það er nú engin ægileg tortryggni að vilja vita hvernig tölvuforrit vinna og hvaða "möguleika" þau bjóða upp á.
Þeim sem komu nálægt varaformannskjöri í Samfylkingunni ætti nú ekki að koma slíkt á óvart."

Undir þetta var síðan "kvittað" með nafni mínu sem vísaði hingað á þessa síðu, því ekki vildi ég vera að skjóta neitt í skjóli nafnleysis.

En þessu er hér með komið á framfæri, því ekki er orðið allstaðar "frjálst".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Gunnarsson

Það er merkilegt hvað lítið var fjallað um kosningu Ágústs Ólafs, eins merkileg og hún nú var!

Einar Gunnarsson, 30.10.2006 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband