Öfugsnúið?

Mér þykir ýmislegt öfugsnúið sem ég hef heyrt frá Íslandi undanfarnar vikur og mánuði.

Á Íslandi er t.d. forsætisráðherra sem lítið heyrist í og virðist sérstaklega leggja lykkju á leið sína til að forðast erlenda blaðamenn og samkomur þjóðarleiðtoga.

Á sama tíma hafa Íslendingar forseta sem lætur fá tækifæri ónotuð til að tjá sig um málefni langt utan hans sviðs og yfirlýsingar hans valda Íslendingum vandræðum (sem er auðvitað allt út af því að útlendingar taka orð hans úr samhengi).

Nú fer svo býsna stór hópur Íslendinga hamförum yfir því að fjölmiðill í einkaeigu ræður í vinnu fyrrverandi forsætisráðherra sem var jú í Sjálfstæðisflokknum.

Nokkrum dögum áður birtist í fjölmiðlum að einstaklingur sem kom í bankaráð Landsbankans (sem er ríkisbanki) í skjóli Samfylkingarinnar og bankaráðið skipaði síðan bankastjóra til haustsins (hvenær byrjar haustið aftur á Íslandi, hér í Kanada byrjar það 22 september, en ég man ekki þá dagsetningu á Íslandi), hefði geymt stöðu handa einstaklingi sem hefði ekki ekki hafði próf til að gegna henni, á meðan hann "skryppi" í skóla. 

Sá einstaklingur situr í flokksstjórn Samfylkingarinnar og var gjaldkeri hennar um hríð, ef marka má fréttir.

En yfir slíku virðist því sem næst enginn æsa sig á "Nýja Íslandi".

Öfugsnúið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Réttur punktur, en skoða skal hvernig fólk fer með völdin.

Ættla þessir aðilar í hinu nýja Íslandi að skara að könnu sinni eins og spillingarflokkarnir gerðu þá er illt í efni.

En ef unnið verður að almannaheill skiftir ekki máli hvaðan gott kemur.

Veit náttúrulega ekki hvar þú stendur í þeim málum, en ég skil vel að fólk sem vant er að skara að sinni könnu tortryggi alla aðra.

Kveðja Arthur.

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 14:55

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þú reiknar þá með því Arthur, að spilling geti verið í almannaþágu?

Get ekki séð að það sé í almannaþágu að ráða í starf menn sem hefur ekki menntun til að gegna starfinu, en "frysta" starfið á meðan hann "skreppur" í skóla.

Ég get ekki séð að það sé að fara vel með völdin.  Ég get ekki séð að það þurfi að skoða það nánar.

Sjálfur hef ég ekki "skarað eld að minni köku", nema að auðvitað reyni ég að gæta minna hagsmuna, hef ekki búið á Íslandi í mörg ár, og er ekki í í opinberri stöðu hér í Kanada.

G. Tómas Gunnarsson, 25.9.2009 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband