22.12.2006 | 06:32
Bjartsýnt fólk
Ég held að Íslendingar séu alltaf bjartsýnir, alla vegna flestir af þeim. Sjálfsagt eru sumir þeirrar skoðunar að upphafssetningin ætti að vera: Ég held að Íslendingar séu alltof bjartsýnir, alla vegna flestir af þeim.
En væntingarvísitalan sýnir að Íslendingar horfa bjartsýnir fram á veginn og telja ástandið í efnhags og atvinnumálum gott. Það er enda vandséð hvernig atvinnuástandið getur verið öllu betra, atvinnuleysi nær óþekkt, en vissulega eru skoðanir skiptari hvað varða efnahagsmálin.
En það er ljóst að almenningur á Íslandi fær umtalsverðar kjarabætur snemma á næsta ári, þegar ríkið dregur úr álagningu, lækkar tekjuskatt, hækkar persónufrárátt, lækkar virðisaukaskatt á matælum og þar fram eftir götunum.
Það er hið besta mál.
Hitt er öllu verra, að ef marka má væntingarvísitöluna þá eru Íslendingar þegar komnir í startholurnar til að eyða "búbótinni". Það má því leyfa sér að að draga þá ályktun að skuldir heimilinna muni ekki minnka við þetta, heldur gæti jafnvel farið svo að þær ykjust.
Það er ef til vill ekki að undra að Seðlabankinn telji sig þurfa að hækka vexti og slá þar með á væntingarnar.
En hækkun vaxta ætti auðvitað að skila sér í auknum sparnaði og minni lántökum, en Íslendingar láta ekki stjórnast af "lögmálum", þeir bíta á jaxlinn, bölva vöxtunum og verðtryggingunni og slá meiri lán.
Íslenskir neytendur bjartsýnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Viðskipti | Breytt s.d. kl. 14:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.