Það þarf þá ekki fleiri vitnana við?

Ekki hef ég séð viðkomandi ritdóm, en mér þykir þetta nokkuð sérstakar upplýsingar.

Ekki ætla ég að efa að Sovétmenn hafi sagt þetta, en er einhver ástæða til að taka það trúanlegt, frekar en eitthvað annað?

Þó að ekki komi fram í fréttinni um hvaða tímabil er verið að ræða, þá þykir mér Sovétmenn ekki endilega trúverðugasta heimilidin um umsvif þeirra hér á landi, þó að vissulega megi segja að þeir þekki málið vel.

Eru ekki sendiráðsmenn Sovétmanna og Tékka þeir einu sem hafa orðið uppvísir að njósnum, eða að hafa reynt að fá Íslendinga til að njósna fyrir sig á Íslandi?

Svo er það einnig alþekkt að KGB lét "dótturfélögum" sínum eftir ákveðna hluta starfsemi sinnar, STASI var til dæmis vel þekktur undirverktaki.

En fullyrðingar Sovétmanna um "sakleysi" sitt, eru varla til að byggja mikið á.


mbl.is Engin „óeðlileg" starfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband