8.12.2006 | 07:32
Af blæjum
Þó nokkuð hefur verið rætt um blæjur, notkun þeirra, hvort eigi að banna þær eða hvort þetta sé einfaldlega þægilegur og þjóðlegur klæðnaður fyrir ákveðinn hluta jarðarbúa.
Persónulega verð ég að segja að ég er ekki yfir mig hrifinn af þessum klæðnaði, en ég hef aldrei verið talinn neitt "átoritet" hvað tísku eða klæðnað snertir. En mér finnst út í hött að banna eigi einhvern klæðnað, eða klæðaleysi ef út í það er farið. Það er rétt að hver hafi sína hentisemi í þessum efnum.
En auðvitað verðum við að gera okkur grein fyrir því að þetta getur valdið ákveðnum vandræðum og ennfremur þurfum við að velta okkur fyrir því hvort ekki sé réttlætanlegt að banna "blæjuklæðnað" undir einhverjum kringumstæðum.
Það koma til dæmis upp ýmsar aðstæður í vestrænum löndum, sem eru ekki vandamál í upprunalöndum "blæjuklæðnarins". Væri til dæmis ekki réttlætanlegt að banna "blæjuklæðnað" við stjórn ökutækja? Í það minnsta sumar tegundir "blæjuklæðnaðar" skerða sjónsvið þess sem klæðist honum.
Hvernig brygðumst við við, ef við heyrum að "blæjuklæddum" einstaklingi væri neitað um afgreiðlu í verslun, þegar hún vildi borga með kredit eða debetkorti? Myndir á þessum kortum eru ekki bara til að sýna hvað við lítum vel út, heldur gegna líka hlutverki öryggis sem persónuskilríki. Væri hægt að leyfa blæjuklæddum einstaklingi að taka fé út af bankareikningi?
Væri rétt að neita "blæjuklæddum" einstaklingum um að kaupa til dæmis tóbak eða áfengi, þar sem ekki væri hægt að taka mark á persónuskilríkjum?
Hvaða reglur ættu að gilda hvað varðar lögreglu? Hvenær gæti lögregla krafist þess að blæjan verði tekin niður og hvernig ætti að standa að því?
Sjálfsagt má ímynda sér fleiri kringumstæður þar sem "blæjuklæðnaður" getur valdið vandræðum, en auðvitað þarf fyrst og fremst að reyna að ræða málin áður en þau verða að vandræðum.
Kona með blæju mun flytja jólaávarp Channel 4 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.