31.3.2009 | 13:00
Undarlegar breytingar á fyrirkomulagi stjórnlagaþings
Ég hef talið hugmyndina um stjórnlagaþing af hinu góða, þó að ég hafi reyndar verið efins um að þörf sé á nokkrum flýti hvað það mál varðar.
Bæði er að reiði og flýtir er ekki besta veganestið þegar farið verður að semja stjórnarskrá og svo að ef til vill er betra að bíða betri tíðar til að leggja út þann kostnað sem áætlaður hefur verið.
En mér lýst illa á þær breytingar sem eru nefndar hér.
Stytting tímans sem reiknað er með að stjórnlagaþing eigi að sitja getur verið til baga, saman ber að ekki beri að flýta sér um of við samningu stjórnarskrár.
En lang verst líst mér á að þeir sem sitji stjórnlagaþing geri það eingöngu í hlutastarfi. Það geri mörgum erfiðara fyrir sem kynnu að hafa áhuga á því að bjóða sig fram til starfans.
Hvar starfa þeir einstaklingar sem ættu auðveldast með að bæta við sig hlutastarfi?
Eina breytingin sem mér finnst ágæt er að kosið yrði samhliða sveitastjórnakosningum á næsta ári.
Enn eitt málið sem núverandi vinstristjórn ásamt Framsóknarflokknum tekst að böggla saman á undarlegan máta.
Vilja draga úr kostnaði við stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hlutastarfshugmyndin þarf ekki að vera slæm - hvaða hæfa fólk er tilbúið að hætta fyrirvaralaust í sínu starfi og setjast tímabundið á svona þing - í óvissu um hvað gerist að því loknu? Er ekki líklegt að margir hæfir einstaklingar séu tilbúnari til að minnka við sig vinnu, svo þeir geti sinnt þessu sem hlutastarfi?
Púkinn, 31.3.2009 kl. 13:15
Auðvitað eru kostir og gallar við allar hugmyndir og breytingar. Best er auðvitað að stjórnlagaþing hefjist ekki fyrirvaralaust, þess vegna ekki fyrr en þó nokkru eftir að kosið er til þess.
Það sem gerir hlutastarfahugmyndina slæma að mínu er til dæmis hvernig menn hugsa sér að einstaklingar af landsbyggðinni gegni hlutastarfi í höfuðborginni. Eða halda menn að stjórnlagaþingið verði starfrækt á Akureyri, Egilsstöðum eða Ísafirði?
Reynsla af sambærilegum störfum hefur líka sýnt að það er mun auðveldara fyrir t.d ríkisstarfsmenn, yfirmenn og sjálfstætt starfandi þjónustuaðila, að taka að sér slík störf, og missa jafnvel engar tekjur á meðan.
Það er ólíklt að þverskurður af þjóðinni fáist með þessum hætti.
Persónulega er ég hrifinn af hugmyndinni að hluti þingmanna verði kosinn og hluti dreginn út úr þjóðskrá.
G. Tómas Gunnarsson, 31.3.2009 kl. 15:34
Er ekki hægt að gera þetta þing að "fjarfundaþingi" þannig að fólk allstaðar af landinu geti auðveldlega tekið þátt?
Ég tel mesta óráð að þingmenn setjist á þetta þing - hætt er við að þá muni skorta nauðsynlegt perspektív og þeir vera of fasta í "hefðbundnu" fari. Best væri að valið yrði á þetta stjórnlagaþing eins og valið er í kviðdóm, með handahófi af kjörskrá.
Nú eða þá bara að skipa á þingið alla þessa atvinnuleysingja sem mæla göturnar þessa dagana! Til er ég.
Kristján G. Arngrímsson, 2.4.2009 kl. 16:17
Auðvitað er hægt að halda þing í netheimum, en það er misjöfn aðstaða ef sumir "eru á staðnum" en aðrir eingöngu í tölvunni. Það ber líka að hafa í huga að tölvulæsi er misgott, og jafnvel er til fólk sem notar ekki tölvur eða annað slíkt.
Ég er einna mest hrifinn af því að hafa hvorutveggja, þ.e. velja suma þingmenn með hlutkesti og aðra með kosningu.
Þingmenn eiga auðvitað ekki að vera kjörgengir á stjórnlagaþing og ég held að þannig sé það. Fyrrverandi þingmenn hafa þó kjörgengi að mig minnir.
G. Tómas Gunnarsson, 2.4.2009 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.