5.3.2009 | 18:18
Gott mál, en hvers vegna afnemur Alþingi ekki árlegar greiðslur sem nema á 4. milljón, til formanna stjórnarandstöðuflokka?
Það er engin ástæða til annars en að fagna því að eftirlaunalögum skuli breytt hvað varðar ráðherra, þingmanna og hæastaréttardómara.
En það er ástæða til að vekja athygli á því að frumvarpsflytjendur sjá ekki ástæðu til að afnema sérstakar greiðslur til formanna stjórnmálaflokka sem sitja á Alþingi og eru ekki ráðherrar. Álagið nemur að mig minnir 50% á þingfararkaup og nálgast því 300.000 á mánuði.
Hver rökin eru fyrir því að formenn stjórnmálaflokka séu á launum hjá skattgreiðendum hef ég aldrei heyrt, og get ómögulega fundið þau sjálfur.
Hvenær skyldi einhver alþingismaðurinn leggja fram frumvarp um afnám þessarra fríðinda?
Nú eða að draga úr opinberum framlögum til stjórnmálaflokka?
Eftirlaunafrumvarp samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.