Stutt stopp í bankaráðinu

Það er ekki hægt að segja að seta Gunnars Arnar í bankaráði Kaupþings hafi verið löng. 

En auðvitað kemur það mönnum á óvart að seta í bankaráði á þeim tímum sem nú eru sé tímafrek og krefjandi.  Auðvitað eiga menn von á því að um "þægilega innivinnu" sé að ræða. 

Ekki hefur Steingrímur J. útskýrt það nægilega vel fyrir Gunnari í hverju starfið er fólgið, fyrst hann verður að segja sig frá því eftir svona skamman tíma.

En auðvitað er það bagalegt að hver formaður bankaráðsins á fætur öðrum segi af sér.  Auðvitað er þörf á styrkri stjórn á ráðinu, nú sem aldrei fyrr.

Það er óskandi að Steingrími J. takist sem fyrst að finna einhvern sem hefur áhuga til þess að sitja í bankaráðinu, hefur til þess tíma og er viljugur til að takast á við erfið verkefni.

En það væri ef til vill ráð að Steingrímur gengi úr skugga um það áður en hann skipaði viðkomandi í ráðið.


mbl.is Gunnar Örn hættir í bankaráði Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það hafi ekki frekar eitthvað að gera með skuldirnar sem landsbankinn afskrifaði fyrir hann.  Ótrúlegt að menn skuli vera svo siðblindir eða valdagráðugir að afþakka ekki strax boð um svona stöðu þegar þeir hafa ekki fjármálin sín á hreinu.  Jú reyndar hafði hann þau á hreinu því skuldirnar sem voru afskrifaðar voru í hlutafélagi í hans eigu. En hver er munurinn ???

Jon (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 21:43

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég var að enda við að horfa á fréttir Sjónvarpsins.  Það voru frekar sláandi upplýsingar sem þar komu fram.  Ég verð að viðurkenna að ég varð gríðarlega hissa, þó að ég hafi gert mér grein fyrir því að sú skýring sem gefin var fyrir afsögninni var ekki trúverðug.

En það ber líka vott um gríðarlega ámælisverð vinnubrögð og dómgreindarleysi af hálfu Steingríms J. Sigfússonar, ef hann hefur ekki athugað bakgrunn þess sem hann skipaði til að gegna forsæti í bankaráðinu. 

Eða var honum kunnugt um það og bakkaði eingöngu þegar kjaftasögurnar voru komnar á kreik?

Hrikalega léleg frammistaða af hálfu fjármálaráðherra.

G. Tómas Gunnarsson, 25.2.2009 kl. 21:57

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þjóðarhagur krefst þess að bankaviðskipti allra þeirra hundruða fyrirtækja, sem Davíð nefndi í Kastljósinu, fyrirtæki sem flest eru skúffufyrirtæki ef að líkum lætur, í eigu þekktra einstaklinga og stjórnmálamanna, verði rannsökuð.

Það er allra hagur að upplýsa eðli þeirra viðskipta.  Hvort þau voru eðlileg eða ef um óeðlilegar fyrirgreiðslur var um að ræða.

Augljóst er að menn eru þegar farnir að taka umræðunni alvarlega.  Mér sýnist t.d. að Lúðvík Bergvinsson hafi séð sér vænst að gefa ekki kost á sér í prófkjör Sandfylkingarinnar, hann vill örugglega forðast þær heitu umræður sem óhjákvæmilega yrðu teknar upp varðandi einkahlutafélag hans og þau viðskipti sem hann átti við bankana vegna þess félags.  Sama má eflaust segja um tveggja daga bankaráðsformann Kaupþings.

Það mega eflaust margir taka þessa tvo menn sér til fyrirmyndar.  Ef og þegar fleiri upplýsingar koma í dagsljósið, munu stjórnmála- og embættismenn sem eru með óhreint mjöl í pokahorninu, ekki eiga sjö dagana sæla.  Það væri heillvænlegast fyrir slíka menn og/eða konur að forða sér strax út úr pólitík og/eða öðrum embættum á vegum hins opinbera.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.2.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband