Flutningur á milli Samfylkingar og VG?

Í mínum huga hljómar þessi skoðanakönnun nokkuð trúlega, hún er heldur ekki það langt frá könnun sem birtist fyrir nokkrum dögum og var framkvæmd af MMR.  Þó að nokkur munur sé að könnunum eru þær að mestu leyti innan skekkjumarka.

Það verður að hafa í huga að í flestum könnunum sem hafa verið að birtast eru óákveðnir u.þ.b. 40%.

En það fyrsta sem vekur athygli hvað varðar þessa könnun er að draga má þá ályktun að u.þ.b. 6% hafi flutt sig frá VG yfir til Samfylkingar.  Þeir óánægðu Samfylkingarkjósendur sem höfðu flutt sig yfir til VG, séu að skila sér heim aftur.

Sjálfstæðisflokkurinn styrkist og Framsóknarflokkurinn stendur betur en oftast áður.  Í raun má segja að "gamli fjórflokkurinn" standi keikur þó að vissulega hafi orðið breyting á fylgi innan hópsins.

En það er líka nokkuð ljóst að ef þetta væru úrslit kosninga, þá hlyti samstarf núverandi stjórnarflokka að halda áfram, hvorugur flokkurinn gæti þolað það pólítískt að rjúfa það.

En enn eru um 70 dagar til kosninga og margt getur gerst.

Það eru spennandi tímar.

 


mbl.is Samfylkingin stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband