Íslenskt eða ekki Íslenskt?

Hún er nokkuð merkileg umræðan um hvort að vara sé Íslensk eða ekki Íslensk.  Merkileg en þörf.

Hvað gerir vöru Íslenska?  Er það hráefnið?  Er það að hún er unnin á Íslandi?  Eða eitthvað annað?

Auðvitað gera flestir sér grein fyrir því að appelsínusafi er ekki Íslenskur.  Appelsínurnar eru fluttar inn frá Bandaríkjunum, Brasilíu eða öðrum löndum þar sem vaxtarskilyrði eru þeim hagstæð.  Í sumum tilfellum eru fluttar inn appelsínur, í öðrum er innflutningurinn í formi frosins appelsínuþykknis sem blandað er vatni og sett á fernur eða flöskur.

Ef verð og gæði eru sambærileg er það auðvitað þjóðarhagur að neytendur velji ávaxtasafi sem skapar störf og verðmæti á Íslandi.

Ef grannt er skoðað er það ekki margt sem er 100% Íslenskt og verður til án þess að einhver innflutningur komi til

Blessuð mjólkin er þannig gjarna framleidd með aðstoð innflutts kjarnfóðurs, aflað er heyja með innfluttum tækjum sem brenna innfluttu eldsneyti.  Mjaltatæki eru innflutt, sömuleiðis bílarnir sem sækja mjólkina og eldsneytið sem þeir nota.  Tækjakostur mjólkurbúa er innfluttur og loks er mjólkinni tappað á innfluttar umbúðir.

En auðvitað er mjólkin samt Íslensk, á því leikur enginn vafi í mínum huga.

En fullunnin innflutt vara, þó með Íslenskum merkingum sé er ekki Íslensk.

En þetta er auðvitað ekki einföld skilgreining, og spurning hvort að þurfi að setja viðmiðunarreglur um hvenær vara er Íslensk og hvenær ekki.  En slíkt yrði aldrei einfalt mál.

En svo er spurning hvort að Íslenskir neytendur taki nokkuð mark á þessum "erlendu" sjónvarpsstöðvum sem eru að senda út á Íslandi.  Því sé litið á þær sömu augum, er sjónvarpsstöð sem sendir út að meirihluta til erlent efni, varla Íslensk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband