5.2.2009 | 21:11
19. milljónir auðra íbúða
Ef finna á þátt sem sameiginlegur er þeim löndum sem eru að fara hvað verst út úr kreppunni þarf ekki að leita lengra en til fasteignamarkaðarins.
Þau löndin þar sem kreppan er hörðust var alls staðar uppblásið fasteignaverð og byggingariðnaðurinn var sömuleiðis í gríðarlegum vexti og var stækkandi þáttur þjóðarframleiðslunnar.
Þannig var ástandið í Bandaríkjunum, Spáni, Írlandi, Íslandi og í Eystrasaltsríkjunum.
Nú er svo komið að 19. milljónir auðra íbúða eru í Bandaríkjunum, mér skilst að þær séu á aðra milljón á Spáni, í kringum 10.000 í Tallinn. Annars staðar frá hef ég ekki heyrt tölur.
Hvað skyldu þær vera margar í Reykjavík?
Líkast til er ástandið hvað þetta varðar hvað verst í Bandaríkjunum, því þar er auðveldara fyrir íbúðaeigendur að yfirgefa íbúðir sínar og afhenda bankanum lyklana.
En það er nokkuð ljóst að það verður langt þangað til byggingariðnaðurinn verður aftur blómlegur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.