Einn keppur til í sláturtíðinni

Það stefnir allt á sömu leið, spurningin er hvort að allar flóðgáttir opnist.

Það er búið a dæla fé í fjármálafyrirtæki, margir (og þar á meðal verðandi forseti) virðast vera þeirrar skoðunar að réttlætanlegt sé að taka fé af almenningi til að rétta við bílafyrirtæki sem framleiða bíla sem hinn sami almenningur er ekki ginkeyptur fyrir því að kaupa. 

Hið opinbera hér í Ontario og Kanada er þegar búið að ákveða að afhenda nokkra milljarða dollara til hinna þreyttu bílafyrirtækja.

Er þá ekki eðlilegt að að það þurfi að koma stálfyrirtækjunum til hjálpar?

Svo er það timburiðnaðurinn sem stendur höllum fæti og ekki er nú olíuiðnaðurinn að gera það gott þegar verðið hrapar.  Eftirspurnin eftir öðrum málmum hefur sömuleiðis hrapað, þannig að námafyrirtækin sjá fram á erfiða tíma.

Ekki standa nú flugfélögin heldur of vel og sama má segja um humarveiðimenn.

Hverjum skyldi svo ætlað a greiða fyrir þetta allt saman?  Hvaðan eiga peningarnir að koma?

Hvað skyldi hið opinbera eiga margar leiðir til að ná í fé?


mbl.is Óttast hrun stáliðnaðarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Rusla þessu öllu á hausinn. Tóm tjara að prenta bara meiri peninga og gefa út ríkisskuldabréf upp í þetta. Hringavitleysan getur hæglega orðið mun verri.

Rúnar Þór Þórarinsson, 3.1.2009 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband