Nýtt ár, sama ....

Þá er komin tími til að blog þetta lifni við eftir að fjölskyldumeðlimirnir að Bjórá hafa slegið slöku við undanfarna daga.  Það hefur enda verið í nógu að stússast, mikill tími hefur farið í að elda hangikjöt, nautasteikur, kalkúna og aðra fugla og næstum í því jafn langur tími fór í að snæða herlegheitin, sérstaklega þegar bætt var við ís, konfekti og öðru góðgæti.

Hingað komu góðir gestir ofan að Íslandi, sem eftir smá hrakninga komust í hús ríflega 9. á aðfangadagskvöld, og ég held að allir hafi átt góð og frekar róleg jól að Bjórá.

Gestirnir drifu sig svo heim þann 30. og Bjórárfjölskyldan fagnaði áramótunum í ró og kyrrð heima fyrir, með stjörnuljósum og púðurgosum.  Fyrst var kveikt í flugeldum kl. 5 til að fagna Eistnesku áramótunum og svo aftur kl. 7 til að fagna þeim Íslensku.  Þessi háttur var hafður á, þar sem talið var (sem reyndist rétt) að yngri helmingur Bjórárfjölskyldunnar myndi ekki megna að vaka til miðnættis að staðartíma.  Rétt er þó að taka fram að Bjórár flugeldarnir voru þeir einu sem ég sá í nágrenninu, enda ekki til siðs að skjóta hér svo neinu nemi um áramót.

Horft var á Skaupið á netinu stuttu fyrir miðnætti, og var það hin besta skemmtun, vel gert og gott grín, þó að hlátrasköll hafi ekki verið mörg, þá var ég mjög ánægður með Skaupið.

En nú er liðið 2008, ár sem líklega verður helst minnst fyrir það sem aflaga fór, en reyndist okkur að Bjórá gott ár að lang mestu leyti, margt sem gladdi þó að fjárfestingar okkar til elliáranna séu ekki þar á meðal.

2009 er enn óskrifað blað, en verður vonandi happadrjúgt og farsælt, þó vissulega séu blikur á lofti.

Bjórárfjölskyldan óskar öllum nær og fjær hamingju og farsældar á nýbyrjuðu ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband