Ísland í dag, er það slúður og orðrómur?

Ég var að hlusta á Ísland í dag á netinu.  Þar ræddi Sölvi við Geir H. Haarde forsætisráðherra.

Þó nokkur hluti viðtalsins fór undir það að Sölvi slengdi fram "altöluðum" orðrómi eins og að forsvarsmenn lífeyrissjóða hefðu þegið mútur til að fjárfesta í fyrirtækjum.  Annað "altalað" sem bar á góma var að Ísland þyrfti ekki að borga krónu vegna IceSave, heldur væri búið að ganga frá því "bak við tjöldin" að Ísland borgaði ekki.  "Flash Gordon" hefði bara ekki getað bakkað opinberlega.

Er þetta Ísland í dag?  Er slúður að taka yfir fréttatengda þætti, eða heitir þetta "óstaðfestar fréttir"?

Ég held að það sé augljóst að hið opinbera þarf að taka upplýsingamál sín til gagngerrar endurskoðunar, ná forystu í umræðunni, þannig að upplýsingar séu umræðuefnið, en ekki slúður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

það er ástæða útaf hverju maður skiptir um stöð klukkan 7 til að horfa á staðfestarfréttir.

Fannar frá Rifi, 23.12.2008 kl. 03:09

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er slæmt ástand þegar fjöldapóstar og kjaftasögur eru bestu upplýsingar sem almenningi býðst en þegar valdhafarnir ljúga upp í opið geðið á manni er það engu að síður staðreyndin.

Héðinn Björnsson, 24.12.2008 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband