Kastljósinu beint ađ endurskođendum

Ţađ var fróđlegt og upplýsandi viđtaliđ viđ Ađalstein Hákonarson, starfsmann ríkisskattstjóra.

Í senn fróđlegt og hrollvekjandi má sjálfsagt líka kalla ţađ.

Allir ţeir sem hafa áhuga eđa taka ţátt í Íslensku ţjóđfélagi geta ekki variđ tímanum öllu betur en ađ horfa á viđtaliđ. 

Ţađ er enginn hávađi á ferđinni, en viđtaliđ er gríđarlega áhrifaríkt.

Kastljósiđ má finna hér.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bravó. Loksins einhver sem afhjúpar svikin og bendir á hvar LÖG hafa veriđ brotin !

Baldur G. (IP-tala skráđ) 18.12.2008 kl. 21:50

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Kannski hefur Ađalsteinn útskýrt loksins á einfaldan og skiljanlegan máta í hverju hiđ svonefnda útrásarćvintýri, eđa íslenska efnahagsundriđ, var fólgiđ.

Ţađ var blekkingarvefur.

Ef talsverđur fjöldi manna vissi hvađ var í raun og veru á seyđi, hvernig getur ţá stađiđ á ţví ađ ráđamenn gerđu ekkert í málinu? Kusu ţeir einfaldlega ađ loka augunum fyrir óţćgilegum vísbendingum og vona ţađ besta?

Voru ţeir svona lunknir viđ ađ blekkja sjálfa sig?

Eđa vissu ţeir ekkert hvađ átti til bragđs ađ taka?

Ég hallast ađ fyrrnefnda svarinu, og ég held ađ ţegar fram líđa stundir verđi litiđ svo á, ađ međ ţví ađ ađhafast ekkert hafi íslensk stjórnvöld í rauninni gerst sek um glćpsamlega vanrćkslu.

Kristján G. Arngrímsson, 19.12.2008 kl. 19:09

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ţađ er ekki gott ađ segja Kristján.  Almennt hallast ég ađ ţví ađ ţingmenn og ráđherrar hafi ekki gert sér grein fyrir ţví hvernig í pottinn var búiđ, líklega hafa ţeir ekki gert mikiđ af ţví ađ lesa ársskýrslur og stúdera alţjóđa viđskipti.

Alla vegna hefur t.d. enginn í stjórnarandstöđu reynt ađ slá sér upp á málinu (og ţađ er ekkert mjög langt síđan stór hluti ráđherra var t.d. í stjórnarandstöđu).

Hitt kann svo líka ađ vera ađ fjölmiđlastýring kunni ađ hafa haft sín áhrif.  Ţađ er ólíklegt ađ ţeim ţingmönnum yrđi hampađ í fjölmiđlum "auđmannanna" sem fćru ađ tala fjálglega um skrýtin trix í endurskođun og útblásna viđskiptavild.

En ég hallast frekar ađ fyrri skýringunni, ţeir höfđu einfaldlega ekki glóru, enda var helsta gagnrýni stjórnarandstöđu á "útrásarveldin" ađ ţau borguđu "ofurlaun" og ykju á misskiptingu.  Ţar hafđi hún vissulega mikiđ til síns máls, en snerti ekki rót vandans.

G. Tómas Gunnarsson, 22.12.2008 kl. 18:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband