Er sannleikurinn siðblinda?

Þetta er nokkuð merkilegt mál, birting þessarar upptöku í kjölfar tilraunar DV manna til sverta orðspor blaðamannsins í yfirlýsingu fyrr í dag.

Reynir virðist líta á það sem siðblindu að sannnleikurinn sé birtur.  Vissulega er upptökunnar aflað með ólöglegum hætti, en er það ekki aðall fjölmiðlamanna að leita sannleikans, jafnvel þó að leiðin sé grýtt?

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölmiðill birtir ólöglegar upptökur, eða skjöl sem ekki eiga að vera opinber, Reyni ætti að vera fullkunnugt um það.

Síðan er talar Reynir eins og þreyttur stjórnmálamaður þegar talið berst að því að segja af sér.  Segist gera slíkt ef hann meti stöðuna þannig að hann muni skaða blaðið.

Getur ritstjóri sem er uppvís að því að setja fréttir "á prjóninn" til að þóknast "stórum aðilum" gert eitthvað annað en að skaða blaðið?

Að vísu ekki úr háum söðli að detta hjá DV, í nýlegri könnun kom í ljós að u.þ.b. 70% Íslendinga báru lítið traust til blaðsins.  Það væri fróðlegt að sjá sambærilega könnun sem yrði gerð á næstu dögum.


mbl.is Íhugar málsókn gegn Kastljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona blaðamennsku vildi forseti vor

garún (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband