Þetta er eitthvað það skrýtnasta og ósvífnasta sem ég hef heyrt. Að ætlast sé til að Íslensk stjórnvöld fari að borga innistæður Íslendinga í Landsbankanum í Luxemborg.
Hvers vegna fóru þessir einstaklingar með fé sitt úr Íslenskri lögsögu og geymdu það í Luxemborg?
Var það ekki til að koma þeim úr Íslenskri "lögsögu"?
Mér finnst það einhver mesta ósvífni sem ég hef heyrt að svo sé ætlast til að Íslenskir skattgreiðendur borgi innistæðurnar, auðvitað á Landsbankinn Íslenski að sækja sínar kröfur af fullri hörku.
Í Luxemborg er best að fara að Luxemborgskum siðum, virða bankaleynd láta hlutina fara í þann farveg sem þar tíðkast. Íslensk fyrirtæki eiga að láta sína Íslensku hagsmuni hafa forgang.
Auðvitað ber hið opinbera á Íslandi ekki neina ábyrgð í innistæðum í Luxemborg.
Viðskiptavinir í Lúx telja sér mismunað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.