22.11.2008 | 04:59
Því meira sem þú skuldar, því meira viljum við að þér sé gefið?
Hér finnst mér Viðskiptaráð feta sig inn á verulega hála braut.
Í fyrsta lagi hljómar það ákaflega ankannalega í mín eyru að að það þurfi að gefa "afslátt" af ábyrgð stjórnenda í þessu árferði. Það er alveg sama hvort að það er krepa eða ekki kreppa, það þarf að framfylgja lögum og einstaklingar sem og stjórnendur þurfa að axla ábyrgð.
Hvaða lögum ætti annars að gefa "afslátt" af? Ættu stjórnendur að losna við ábyrgð á því að hnupa örlítið af virðisaukaskatti, eða örlítið af staðgreiðslunni, eða hvað er Viðskiptaráð að tala um?
Auðvitað eiga lög að gilda nú, eftir sem áður.
Sömuleiðis lýst mér illa á almenna niðurfærslu skulda hjá fyrirtækjum. Vissulega yrði það "tímasparnaður", en mér sýnist að nýju bankarnir hafi nóg af starfsfólki.
Auðvitað á ekki að verðlauna skuldsettustu fyrirtækin. Skuldaniðurfærslu á ekki að dreifa eins og karamellum. Sú lenska að leggja fram lítið sem ekker eigiðfé og skuldsetja fyrirtæki eins og mögulegt er, er einmitt eitt af vandamálunum sem eru til staðar.
Mörg þeirra fyrirtækja sem spruttu upp í "lánaveislunni" eiga heldur ekkert betra skilið en að fara í gjaldþrot. Þau eiga einfaldlega ekki tilverugrundvöll í heilbrigðara efnahagslífi.
Segjum nei við hugmyndum um fyrirfram afskriftir, segjum nei við fyrirfram sakaruppgjöf.
Neytendur og stjórnendur í sameiningu munu velja þau fyrirtæki sem lifa, þannig á það að vera.
Ef fyrirtækin eiga sér rekstrargrundvöll, koma kaupendur fram.
Vilja alhliða niðurfærslu skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.