Eru Egill, Samfylkingin og Sigrún Elsa að reyna að endurrita söguna?

Það vakti athygli mína nú þegar ég var að horfa á Silfur Egils á netinu að Egill virtist þakka Sigrúnu Elsu Smáradóttur að REI og GGE voru ekki sameinuð og þekking og viðskiptavild Orkuveitunnar komst ekki í hendur "útrásarvíkinganna".

Elsa vildi nú ekki viðurkenna að hún hefði gert það ein og sér, en virtist nú samt vilja eigna sér einhvern heiður af þessu.

Einhvern veginn get ég ekki skilið hvernig minnihlutinn fór að því að stöðva málið. 

En þessi frétt RUV skýrir ef til vill málið að einhverju marki.

Fréttin sem heild er hér:

 


Einhvern veginn fæ ég ekki skilið hvernig borgarfulltrúinn sem greiddi atkvæði með samrunanum og segist 12. október 2007 ekki hafa skipt um skoðun (þá var fyrsti meirihlutinn sprunginn) hafi bjargað miklu í þessu máli.
Auðvitað voru það "6. menningarnir" svokölluðu sem stoppuðu samrunann, annars hefði borgarstjórn samþykkt gjörninginn. Það var þess vegna sem Björn Ingi sprengdi meirihlutann.  Hvaða skoðanir sem menn kunna að hafa á því sem gerðist þá, er ljóst að þá er ljóst að með því var komið í veg fyrir samrunann.   Atkvæði Sigrúnar Elsu var greitt með samrunanum.
Hvað næst?
Fáum við að heyra um iðnaðarráðherrann sem barðist með kjafti og klóm gegn "orkuútrásinni" og bloggaði gegn henni dag og nótt?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...og ég sem hélt að sexmenningarnir hefðu ætlað að selja hlut Orkuveitunnar í REI og þess vegna hefði meirihlutinn sprungið.

Grímur (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

.... og Sigrún Elsa greiddi atkvæði með því að sameina REI Geysi Green Energy til þess að Sjálfstæðismönnum tækist ekki að selja það?

Meirihlutinn sprakk þegar ljóst var að sameiningin yrði ekki samþykkt í borgarstjórn.

Björn Ingi axlaði þá skinn sín (eða föt) og fór í nýja vist.

Hitt er auðvitað líka að Sjálfstæðismenn höndluðu þessi mál alls ekki of vel.  Auðvitað átti Villi að segja af sér eftir sína afleiki.  En hefðu 6. menningarnir staðið að sameiningunni, hefði ekkert getað komið í veg fyrir hana. 

Allra síst Sigrún Elsa sem greiddi atkvæði með henni eins og skírt kemur fram í frétt RUV.

G. Tómas Gunnarsson, 2.11.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

þetta var meira en lítið undarlegt þarna í silfri egils og stangast alveg á við þann fréttaflutning sem hefur verið hingað til .Sigrún Elsu var mjög umfram um þennan samning.  Hins vegar stóðu þessi kaupréttarsamningar í minnihlutanum. En Sigrún Elsa bjargaði svo sannarlega ekki Orkuveitunni. Þvert á móti virðist mér hún hafa gangið erinda Össurar og Helga Hjörvars í þessum útrásarham þeirra.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 3.11.2008 kl. 11:20

4 Smámynd: Liberal

þarf það að koma einhverjum á óvart að Egill Helgason skuli fara með hreinan skáldskap í þætti sínum, og á sama tíma kalla sig "blaðamann"?

Liberal, 3.11.2008 kl. 11:25

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

 Salvör, það sem þú segir stemmir við mína upplifun á þessum atburðum.  Þess vegna ætlaði ég ekki að trúa því þegar ég heyrði samskipti Egils og Sigrúnar Elsu í Silfrinu.  EF til vill er stærri hluti af því hvernig komið er fyrir Íslendingum fjölmiðla sök.  Þeir virðast langt í frá vera að standa sig í stykkinu.

En Össur virðist hafa verið sammála því að fjölmiðlamenn væru ekki að vinna vinnuna sína þegar hann ritaði eftirfarandi pistil:

Tók enginn nema ég eftir síðustu setningunni sem Sigrún Elsa Smáradóttir mælti í Kastljósi fimmtudagsins? Þær stöllur, Sigrún og Svandís Svavarsdóttir, leiðtogaefni VG, ræddu þar af kappi samruna orkufyrirtækjanna. Í samræðu um kaupréttarsamningana – hinn svarta blett samrunans – sagði Sigrún undir lok þáttarins, að stjórn Orkuveitunnar hefði verið sýndur listi með nöfnum. Sum nöfnin hefðu verið þannig, sagði Sigrún Elsa, að þau hefðu fokið samstundis út af honum.

Hvaða nöfn voru það sem meirihluti stjórnarinnar féllst á að taka út? Það er engu líkara en fjórða valdið sé sofnað svefninum langa. 

Hér virðist sem Sigrún Elsa hafi verið að "blessa" hverjir fengu kaupréttarsamning og hverjir ekki.  Hafa fjölmiðlar einhvern tíma farið ofan í saumana á því?

Er ekki full langt gengið hjá Agli og Sigrúnu Elsu að ætla að gera hana að einhverri hetju í þessu máli?  Hvað gekk Agli til?

Liberal:  Eins og ég segi, þá var ég alveg gáttaður á framgöngu Egils í þessu máli, en það er reyndar ekki í fyrsta sinn nú síðustu vikurnar, reyndar heldur ekki það síðasta.

 

G. Tómas Gunnarsson, 3.11.2008 kl. 13:40

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég bloggaði reyndar um REI málið snemma á þessu ári, en það er margt sem hefur aldrei verið skýrt til fullnustu þar, en full þörf á að gera og að sjálfsögðu þarf að varast að sagan sé endurrituð eftir hentugleika.

G. Tómas Gunnarsson, 3.11.2008 kl. 13:48

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Er ekki Egill fjölmiðlafulltrúi Ingibjargar og hennar skoðanasystkina?

Alla vega er hann litaðri heldur betur litaður í allri sinni umfjöllun og viðtölum. sést best þegar hann leyfir sumum að tala óáreittir meðan hann grípur fram í nær stanslaust fyrir öðrum. 

Fannar frá Rifi, 3.11.2008 kl. 16:03

8 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Látum nú vera þótt að mynni Egils hafi brugðist, en að Sigrún Elsa skyldi ekki leiðrétta hann er með algjörum ólíkindum. Ef að þetta heitir ekki að skreita sig með stolnum fjöðrum þá veit ég ekki hvað.

J. Trausti Magnússon, 3.11.2008 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband