19.10.2008 | 16:10
Erfitt og leiðinlegt í Kína
Kínverski kappaksturinn olli vonbrigðum, eiginlega á allan hátt.
Ekki nóg með það að kappaksturinn væri í raun leiðinlegur áhorfs, heldur gekk mínum mönnum alls ekki nógu vel.
Hamilton ók vel, mínir menn komust ekki nálægt honum og hann ók algerlega á eigin forsendum og þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur af því að einhver truflaði keppnisáætlun hans.
Sem betur fer eigum við ennþá möguleika á titlinum, en hann er þó ekki stór. Hamilton þarf að ljúka keppni í Brasilíu aftar en í 5. sæti og Massa að sigra til þess að það geti orðið. Ekki beint það sem hægt er að telja líklegt.
Jákvæði punkturinn er að Ferrari styrkti stöðu sína í keppni bílsmiða, en það er ekki mikil huggun, það er ökumannstitillinn sem skiptir mestu máli.
En Hamilton var vel að sigrinum kominn, ók mikið betur en nokkur annar.
![]() |
Hamilton ók fullkomnlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.