16.10.2008 | 05:03
Sparifjáreigendur eru mikilvægur hlekkur
Það eru tvær hliðar á hverri krónu og í þessu tilfelli er ég sammála Gylfa Magnússyni, það verður að fara varlega í frekari vaxtalækkanir. Það er vextir séu um eða undir verðbólgustigi er ákaflega varasamt.
Auðvitað er mikilvægt að lánsfé fari að streyma til fyrirtækja og einstaklinga og þeir hafa svo sannarlega þörf fyrir vaxtalækkun, en sparifjáreigendur eru ekki síður mikilvægur hlekkur. Margur sparifjáreigandinn hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum undanfarnar vikur og þykir þá líklega ekki á það bætandi ef þeim verður boðið að horfa á fé sitt rýrna í verðbólgu.
Nú þegar aðgangur að lánsfé á heildsölumarkaði er lítill eða engin fyrir Íslendinga er sparnaður nauðsynlegri en nokkru sinni fyrr. Hvaðan á lánsféð, sem menn vilja lána með lægri vöxtum en nemur verðbólgu að koma?
Ef vextir ná ekki verðbólgustigi, og ríkið tekur í ofanálag til sín 10% af þeim neikvæðu vöxtum, er ég hræddum um að margur sparifjáreigandinn reyni að finna aðrar leiðir til að geyma og varðveita fé sitt.
Þegar og ef gjaldeyrisviðskipti verða með eðlilegu móti er sömuleiðis hætta á því að flótti bresti á, sparifjáreigendur munu flytja fé sitt annað.
Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að hvetja til sparnaðar og vinna í því að endurvekja traust almennings á sparnaði.
Vaxtalækkanir undir verðbólgustig eru ekki til þess fallnar.
Þjóðfélagið á ekki fyrst og fremst að snúast um þá sem skulda. Vissulega eru þeir stærri hópur og þar af leiðandi fleiri atkvæði, en hey, þeir sem spara eru líka fólk.
Seðlabankinn stígi varlega til jarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 06:10 | Facebook
Athugasemdir
Það sem er undir nú er hjálp í viðlögum. Það má vel vera að sumt af því sem gert er skaði eitthvað en ef ekkert er að gert deyr sjúklingurinn. Sparifjáreigendur eru ekki til í tómarúmi. Verði vextir ekki lækkaðir mun ekki vera neitt hagkerfi eftir sem hægt er að eiga sparnað í.
Héðinn Björnsson, 16.10.2008 kl. 10:17
Ég held að flestir geri sér grein fyrir alvöru málsins. Þess vegna er engin reiði þó að vextir hafi verið lækkaðir fyrirsjáanlega verðbólgu.
En það þarf að fara varlega því auðvitað sætta sparifjáreigendur sig ekki við það að til lengri tíma að horfa á fé sitt brenna upp og borga þar að auki fyrir það.
Þegar aðgangur að heildsölumarkarði lána er lítill eða enginn, eru innlán mikilvægari en nokkru sinni fyrr.
Þegar og ef gjaldeyrisviðskipti komast í það horf að almenningur geti keypt gjaldeyri (nú eða hreinlega svartamarkaður) þá bjóðast aðrar ávöxtunarleiðir.
Fyrir suma kann þá líka að líta betur út að eyða hreinlega peningunum sínum, kaupa sér flatskjá eins og hinir, ástæðulaust að taka út refsingu fyrir það að spara.
G. Tómas Gunnarsson, 16.10.2008 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.