Varalituð svín

Það er ekki hægt að segja annað en að varalitur hafi verið ofarlega í stjórnmálaumræðunni í Bandaríkjunum (og líklega víðar) í dag og telst það líklega óvenjulegt.  Svín hafa einnig verið fyrirferðarmikil í umræðunni, en það telst ekki til jafn mikilla tíðinda.

En ummæli Obama þess efnis að svín sé ennþá svín, þó að varalit sé skellt á það hafa vissulega vakið athygli.

Það er auðvelt að halda því fram að ummælin hafi verið mistúlkuð og blásin upp, meira en efni standa til.  En hvað þýðir það að setja varalit á svín?

lipstick on a pig
 

Urban Dictionary hafði eftirfarandi til málanna að leggja:

lipstick on a pig

slang for when someone tries to dress something up, but is still that something. usually used on ugly broads, when they put on a skirt and some lipstick and well, they still look like the same digusting pig.
"You put lipstick on a pig, it's still a pig"
Þegar þetta er er lesið hljóma ummælin ekki vel og tónninn í ummælunum verður ákaflega rætinn.
"Putting lipstick on a pig" is a slang rhetorical expression, used to convey the message that making superficial or cosmetic changes is a futile attempt to disguise the true nature of a product.
Wikipedia rekur svo þróun orðatiltækisins.  Það er þó rétt að hafa í huga að Wikipedia greinin virðist nýleg, eða er nýlega breytt/bætt.  En sem lesning virkar hún trúverðug.
Það er því með þetta eins og margt annað, að veldur hver á heldur, og vissulega er hægt að túlka orðatiltæki á ýmsa vegu.
En svona er pólítíkin, það er hart barist, og hvergi er líklega til fleiri mismunandi útskýringar og skilgreiningar á merkingu orða og orðatiltækja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ágætt að halda því til haga að John McCain hefur einnig notað orðatiltækið í stjórnmálaumræðum. Það var um tillögur Hillary Clinton um heilbrigðisþjónustu sem hann sagði vera þær sömu og hún barðist fyrir sem forsetafrú þó að þær hefðu hlotið smá andlitslyftingu. Semsagt svín með varalit. Ég held að fáir hafi þá reynt að halda því fram að McCain hafi verið að kalla Hillary svín, heldur hafi hann líkt og Obama nú verið að tala um stefnumál en ekki persónur. Sjá hér.

Bjarki (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband