10.9.2008 | 04:46
Hitler, lundi og afsakanir.
Það er oft skrýtið að fylgjast með kosningabaráttunni hér í Kanada. Það er eins og það vanti aldrei spaugilegu atvikin.
Þessi barátta sem nú er nýhafin virðist ekki ætla að vera nein undantekning.
Í dag kom afsökunarbeiðni frá Íhaldsflokknum, þess efnis að vefsíða þar sem lundi sást drita á Stéphane Dion, formann Frjálslyndaflokksins hefði gengið of langt og væri ósmekkleg. Lundinn fékk samt að halda sér, en heldur í sér nú.
Frjálslyndi flokkurinn lét sitt ekki eftir liggja og baðst einn frambjóðandi þeirra afsökunar á því að hafa í tölvupóstum líkt Stephen Harper við Hitler. Þetta hafði frambjóðandinn gert í tveimur tölvupóstum árið 2007.
Íhaldsflokkurinn í fylkisstjórn í Nýfundnalandi hefur fyrir þessar kosningar ákveðið að berjast gegn Íhaldsflokkinum á landsvísu. Herferð þeirr heitir því skemmtilega nafni "Allt nema Íhaldsflokkinn", eða "Anything-but-Conservative".
Það var svo sömuleiðis í dag sem fyrsti frambjóðandinn dró framboð sitt til baka. Það gerði einn frambjóðandi Íhaldsmanna í Halifax. Ekki er enn vitað um ástæður þess.
Ekki alslæmur dagur.
Um þetta og ýmislegt fleira má lesa á vefsíðu The National Post.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.