6.9.2008 | 14:09
Ásættanlegt, en ....
Tímatökurnar í morgun voru ágætar, þó að við Ferrariáhangendur hefðum að sjálfsögðu kosið aðeins betri árangur, svona eins og einu sæti hærra fyrir báða okkar keppendur, jafnvel 2. fyrir Kimi.
En það verður sjaldnast á allt kosið og það er keppnin sem gildir. Eins og keppnin og tímatökurnar eru settar upp, þá eru tímatökurnar lítið meira en vísbending, það er jú keppnisáætlunin sem skiptir meira máli.
Það verður spennandi að sjá hvernig keppnin þróast á morgun. Mín ágiskun er að McLaren bílarnir hafi verið heldar léttari og komi því fyrr inn á morgun. Sérstaklega hef ég trú á því að það gildi um Kovalainen.
Ef til vill er þetta örlítil óskhyggja hjá mér, en McLaren þurfti á því að halda að koma sínum bílum framarlega og reyna með því að koma í veg fyrir að Massa gæti leitt frá upphafi til enda. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir þá að hafa komið Kovalainen á milli Ferrari bílanna (best hefði auðvitað verið að hafa Heiki númer 2 og þannig hefði hann reynt að halda aftur af Ferrari og leyft Hamilton að byggja upp forskot) og með því hafa möguleika á trufla keppnisáætlun Raikkonen.
En það verður vonandi skemmtileg keppni á morgun, Spa hefur gjarna boðið upp á góðan kappakstur og ef það verður rigning opnast ekki bara himnarnir, heldur keppnin öll.
Hamilton vann fyrsta einvígið við Massa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reyndar er Heiki yfirleitt með meira eldsneyti en Hamilton,Kimi og Massa.
Ómar Már (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 17:17
Það er mikið til í því, enda hefur hann gjarna verið þó nokkuð meiri munur á þeim en nú. Mín ágiskun (sem er ekkert meira en það, ágiskun) byggir á þeirri skoðun að McLaren hafi virkilega viljað fá hann framar í tímatökunum, til að reyna að reka fleyg í keppnisáætlun Ferrari. Sem væri líklega það sem ég hefði reynt ef ég stjórnaði liðinu.
G. Tómas Gunnarsson, 6.9.2008 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.