Spa meðferð

Það var hressandi að horfa á Spa kappaksturinn í morgunsárið.  Hrein skemmtun og nóg um að vera.  Kappaksturinn endaði þó ekki eins og best verður á kosið, þó að spennan hafi verið næg.

Þetta var kappakstur sem við Ferrari-menn máttum ekki við a tapa, allra síst fyrir Hamilton og McLaren.  Raikkonen varð eiginlega að vinna til að stimpla sig inn aftur, og komst lygilega nærri því, en svo tók veggurinn við.  Niðurlæging hans er svo fullkomnuð með því að falla niður í fjórða sætið í keppni ökuþóra.

Massa stóð sig þokkalega, en það er ekki nóg að koma annar í mark, nema einhver annar en Hamilton komi fyrstur.  Bilið þarf að minnka, ekki aukast.  En Massa sigldi nokkuð auðan sjó í þriðja sætinu lengst af, og átti enga raunverulega möguleika á að missa það eða komast hærra, ekki fyrr en Raikkonen datt út.

Staðan er því ekki mjög vænleg fyrir Ferrari, en það var hún reyndar ekki heldur um þetta leyti í fyrra, en sigur hafðist samt.  Það verður því að spýta í lófana og klára þetta.

Gott tækifæri er að byrja í Monza um næstu helgi með 1 - 2 sigri.

P.S.  Svo eru dómararnir að rannsaka það sem gerðist á milli Raikkonen og Hamilton.  Ég hef ekki stúderað reglurnar til hlýtar, og hef ekki mikla trú á að eitthvað gerist hvað það varðar, en vissulega er vonandi að fréttis nákvæmlega hvað er verið að rannsaka.

 

 


mbl.is Rigningin í lokin hleypti öllu í loft upp í Spa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband