Fyrsti skóladagurinn

Það mátti sjá eftirvæntingu og líklega líka stolt í svip fjögurra ára drengs sem labbaði með pabba sínum í skólann í dag. 

Þetta var líka dagur sem búið var að bíða eftir í nokkurn tíma.  Það er nokkur merkilegur áfangi að byrja í skóla.  Líklega er þetta þó það sem myndi á Íslensku kallast leikskóli, enda Enska heitið Junior Kindergarten.  En Foringinn er ekki til viðræðu um neitt annað en að hann sé að ganga í skóla.

Líklega er þetta mitt á milli þess sem Íslendingar myndu kalla leikskóla og skóla.  Það er aðeins einn kennari fyrir 18. börn, og kennslan fer fram í grunnskóla.  Einu sinni í viku er leikfimi og sér sérstakur leikfimikennari um þá hlið fræðslunnar.

Og þó að kennsla sé að nokkru leiti fólgin í að læra að lita, og leika sér úti, er líka byrjað að undirbúa lestrarkunnáttu, reikning og skrift.

Drengurinn segir auðvitað öllum að hann sé byrjaður í skóla og engin ástæða til að rengja það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband