29.11.2006 | 06:45
Góð niðurstaða
Auðvitað er niðurstaða prófkjörs aldrei draumur allra, en ég held að niðurstaðan hafi verið góð og vel ásættanleg fyrir flesta.
Kristján vinnur að sjálfsögðu góðan og eftirminnilegan sigur. Það hlýtur hins vegar að vera nokkuð áfall fyrir sitjandi þingmann og þingflokksformann að ná ekki forystusætinu. Á það ber hins vegar að líta að miðað við núverandi kjördæmaskipan verður erfitt fyrir stjórnmálamenn af Austurlandi að ná fyrsta sæti á lista, enda ef fer sem horfir þá verður sú skipan ekki hjá neinum flokk, þó að of snemmt sé að fullyrða um Frjálslynda flokkinn, en hann hefur ekki spilað stóra rullu í kjördæminu.
Ólöf á síðan glæsilega innkomu í þriðja sætið, sem miðað við stöðuna í dag og þennan lista ætti að verða þingsæti.
Þannig geta austanmenn ekki kvartað, þó að þeim svíði það eðlilega að Arnbjörg náði ekki forystusætinu, því líklega fá þeir 2. af 3. þingmönnum flokksins í kjördæminu.
En miðað við það sem vitað er um lista í kjördæminu, og það sem hægt er að leyfa sér að giska á, er Kristján eini Akureyringurinn sem er öruggur á þing. Það þætti í sjálfu sér ekki mikill afrakstur fyrir þann kaupstað þar sem býr yfir 40% af atkvæðabærum mönnum í kjördæminu.
En ég verð að lokum að minnast á það að hvergi hef ég séð töflu yfir skiptingu atkvæða eftir sætum. En eftir %tölunum að dæma, þá er samanlagðar %tölur í 1. og 2. sætið lygilega nálægt 100%, það má því leyfa sér að draga þá ályktun að einstaklingarnir í þeim sætum hafi ekki sést oft saman á atkvæðaseðli.
En enn og aftur verð ég að lýsa þeirri skoðun minni að þetta kjördæmi sem og ýmis önnur eru of stór til að vera góður kostur.
Niðurstaða prófkjörsins er draumauppstilling" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
Athugasemdir
Ef maður reiknaði í upphafi með að hvert og eitt þeirra þriggja hefði átt að hafa um þriðjung atkvæða er engin launung að Kristján Þór vann góðan sigur, hefur 16% umfram þriðjung sem er mikið.
Ragnar Sverrisson getur varla kvartað.
Arnljótur Bjarki Bergsson, 29.11.2006 kl. 07:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.