Heilindi, heiðarleiki eða hræsni?

Ég bloggaði um það um daginn að mér þætti eðlilegt af Marsibil að segja sig frá borgarstjórn.

Ég get ekki sagt að það komi mér sérstaklega á óvart að hún skuli frekar hafa valið þann kost að segja sig úr Framsóknarflokknum og halda varamannssæti sínu í borgarstjórninni.  Slíkt hefur tíðkast í Íslenskum stjórnmálum, enda lagalega rétt þar sem fulltrúar þjóðarinnar, hvort sem er í sveitarstjórnum eða á Alþingi eru taldir kosnir sem einstaklingar, þó að þeir komi af listum flokkanna.

Margir hafa þó efast um siðferðislegan rétt og hafa margir verið þeirrar skoðunar að breyta ætti reglunum, í þann veg að flokkarnir öðluðust sterkari yfirráð yfir sætunum.

Persónulega er ég þeirrar skoðunar að slíkt væri ekki til bóta og aukið flokksræði hreint ekki það sem vanti í Íslensk stjórnmál, jafnvel þó að rök megi færa fyrir því að víða séu þau mun meiri en á Íslandi (til dæmis hér í Kanada).

En það er nokkuð merkilegt að velta því fyrir sér að með minnihluta borgarstjórnar starfa þrír einstaklingar sem hafa sagt skilið við flokkinn sem þau störfuðu með.  Fyrstan skal auðvitað nefna fyrrverandi borgarstjóra, Ólaf F. Magnússon, þá varamann hans Margréti Sverrisdóttur, en þau sátu bæði á lista Frjálslynda flokksins.  Nú hefur Marsibil Sæmundsdóttir bæst við, nú eftir að hún hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.

Þau þrjú hafa sagt sig úr flokkum sem þau sátu á lista en kosið að halda sætum sínum. 

Ef til vill er staða Margrétar skrýtnust af þeim þremur.  Ekki nóg með að hún hafi sem framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins farið því sem næst hamförum þegar þáverandi flokksbróðir hennar Gunnar Örlygsson skipti um flokk með þessum hætti, heldur hefur hún síðan þá tekið þátt í stofnun nýs stjórnmálaflokks og situr sem varaformaður hans.  Þrátt fyrir það finnst henni ekkert athugavert að sitja enn sem varamaður fyrir lista Frjálslyndaflokksins í borgarstjórn.

En einstaklingar sem eru kjörnir í borgarstjórn (eða til vara) eða á Alþingi eiga það aðeins við samvisku sína hvort að hvort að þeir haldi sætum sínum eður ei. 

En ég velti því stundum fyrir mér hvort að þessir einstaklingar telji sig hafa eitthvað mikilvægt fram að færa, eða einhverju mikilvægu ólokið, eða hvort að launin eru hreinlega svona góð?


mbl.is Marsibil segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef hún er svo samkvæm sjálfri sér og segir sig úr Framsóknarflokknum ætti hún óhikað að segja sig frá borgarstjórn, því þangað komst hún fyrir kjósendur Framsóknarflokksins ekki satt?

Hún gæti byrjað að vinna á Hrafnistu, þar er nóg að gera fyrir gott fólk amk. þar til að hún gefur kost á sér aftur (þori að veðja fyrir samfylkinguna). Hún er amk búin að láta kjósendur vinstri flokka taka eftir sér og næla sér þannig í slatta af atkvæðum fyrir næstu kosningar.

Bara vangaveltur

Bestu kveðjur

Halldóra S (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 02:45

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Fylgdi hún ekki Birni Inga í út úr fyrsta meirihlutanum á sínum tíma? Hvar var tryggðin við meirihlutann þá? Kannski er hún bara í tryggð við minnihluta?

Nei, þetta er bara einfalt Tommi, she's in it for the money eins og þið segið þarna fyrir westan. Svo eru bara búin til einhver rökleysa til að hirða auðfengin launin.

Gísli Marteinn er sama nákvæmlega sama ósvífnin, halda öllu og sleppa engu. Svo vildu einhverjir fá hann sem borgarstjóra með þessa dómgreind!

Haukur Nikulásson, 19.8.2008 kl. 13:36

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það getur meira en verið að þetta sé sett fram á óskýran hátt hjá mér.  En ég er þeirrar skoðunar að vissulega verði hver og einn sem hefur verið kosinn til að sitja í sveitarstjórnum eða á Alþingi verði að eiga það við eigin samvisku hvort að þeir segja af sér, ef þeir segja skilið við flokkinn sem þeir hafa starfað með.

Þannig hljóðar líka lagabókstafurinn.

Ég er hins vegar á þeirri skoðun að það orki tvímælis siðferðislega að halda sætinu.

Ég held t.d. að það sé því sem næst eindæmi að varaformaður stjórnmálaflokks sitji sem varamaður í sveitarstjórn í skjóli annars stjórnmálaflokks.  Það gerir Margrét Sverrisdóttir.  Varla getur hún falið sig bakvið "óháða" stimpilinn eins og margir aðrir hafa gert, varla er getur varaformaður Íslandshreyfingarinnar talist "óháð", eða hvað?

Flestir muna eftir upphlaupi hennar þegar Gunnar Örlygsson tók "sæti sitt" yfir til Sjálfstæðisflokks.

Hvað segir þá staða hennar nú um siðferði Margrétar?  Dæmi hver fyrir sig.

Það hafa margir leikið þennan leik, að vera "óháðir" um hríð, t.d. Ögmundur Jónasson, Dagur B. Eggertsson og fleiri, flestir sjá í gegn um slíkan leik.

Og nú ætlar Ólafur F. samkvæmt nýjustu fregnum, líklega að ganga aftur í Frjálslynda flokkinn.  Hringekjan heldur áfram að snúast.

G. Tómas Gunnarsson, 19.8.2008 kl. 13:56

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það eru vissulega fréttir fyrir mig að F-listi Frjálslyndra og óháðra hafi ekki tengst Frjálslynda flokknum á nokkurn hátt, en ekki ætla ég fyllyrða neitt um það ekki þekki ég það vel til

Líklega hafa allir verið "óháðir" í framboðinu, allt frá Ólafi F. til Sverris Hermannsonar sem skipaði heiðurssæti listans.

Það hlýtur líka að vera einsdæmi að varaformaður flokks sitji í varaformannsæti hjá öðru framboði, hvernig sem það er tilkomið eða hverjum það tilheyrir.  Af heimasíður Frjálslynda flokksins er tengill á F-listann í borgarstjórn og Frjálslyndi flokkurinn hefur fengið framlög úr borgarsjóði eins og aðrir flokkar á síðasta kjörtímabili (sjá hér) en ég þekki ekki hvernig það hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili.

Hvað Marsibil gengur til, ætla ég ekki að svara fyrir, það getur enginn nema hún sjálf.  Vissulega hefði hún líklega haft meiri tekjur með því að starfa með meirihlutanum, en spurningin er líka hvað hefur hún að gera í borgarstjórn með þessum formerkjum?  Kemur einhver til með að kjósa hana í nefndir?  Eða er varaborgarfulltrúastaðan bara þægilegir "aurar" fyrir litla sem enga vinnu?

Það verður gaman að fylgjast með því hvað gerist og hvort að Marsibil verður í framboði fyrir næstu kosningar... Vissulega er hægt að hugsa lengra en aðeins eitt kjörtímabil.

G. Tómas Gunnarsson, 19.8.2008 kl. 22:03

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Því má svo bæta við að samkvæmt þessari frétt, telur Ólafur F. að hann hafi verið á lista hjá Frjálslynda flokknum, alla vegna get ég ekki skilið það öðruvísi.

G. Tómas Gunnarsson, 19.8.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband