Fríðindi fyrir þá sem ferðast

Ég get ekki gert að því að mér þykir það skjóta nokkuð skökku við að fríðindi þeirra sem ferðast skuli vera aukin.  Ég hef aldrei skilið hvað er svona merkilegt við það að ferðast að þeir sem það gera eigi að greiða minna til samfélagsins en þeir sem heima sitja.

Auðvitað væri nær að stefna að því að lækka og fella niður sem mest af tollum, vörugjöldum, virðisaukaskatti og þar fram eftir götunum.  Þá gætu ferðamenn komið með vörur sínar inn í landið gegn hóflegu gjaldi og hvatinn til smygls og annars slíkt væri mikið mun minni.  En það er best að allir sitji við sama borð, hvort sem þeir eru að koma með varning úr ferðalagi, panta hann á internetinu, eða eru að flytja hann inn til endursölu.

Tökum dæmi af því að ferðmaður komi hingað til Kanada og kaupi geisladiska fyrir 65.000 krónur.  Fyrir þá upphæð getur hann keypt u.þ.b. 55 diska. (algengt verð á geisladiskum er hér 10 til 17 dollarar).

Þetta flytur hann með sér heim og borgar engan virðisaukaskatt eða toll. Heildarkostnaður er því um 65.000 krónur.

Sá sem pantaði sama magn af netinu, þarf hinsvegar að greiða 10% toll og 7% virðisaukaskatt sem þar að auki er lagður ofan og flutningsgjald.  Það sama þarf síðan sá sem ætlar að flytja inn geisladiska til endursölu að gera.

Munurinn er eins og flestir þekkja ennþá meiri á áfengi, þannig að sparnaðurinn getur verið umtalsverður.

Þeir sem ferðast mikið geta þannig keypt áfengi, tóbak og ýmsan annan varning að þeir þurfa lítið sem ekkert að versla heima fyrir og greiða þannig mun minna en þeir sem heima sitja til samfélagsins í formi tolla, vörugjalda, vínandaskatts og svo má lengi áfram telja.

Staðan er líklega sú á Íslandi í dag að ef einstaklingur hyggst kaupa sér dýrari gerðir af Ipod er það líklega spurning hvort að það borgi sig ekki að skella sér í ferð til útlanda og kaupa gripinn þar, sérstakelga þar sem kaupa má tolfrjálst áfengi og sitthvað smálegt í sömu ferð, án þess að greiða krónu í toll, vörugjöld, vínandaskatt, stefskatt og "svo videre"...

Eðilegt?  Ég held ekki.

Auðvitað þarf að fella niður og lækka tolla vörugjöld og önnur sérgjöld, þannig að sem flestir sitji við sama borð þegar vörur eru fluttar til landsins.

Það er engin ástæða til að ívilna þeim sem ferðast umfram aðra.

P.S.  Einhversstaðar las ég að þetta væri eitt af þeim ákvæðum sem kæmi til Íslendinga fyrir tilstillan EES, um það veit ég ekki, en mér finnst það í raun jafn vitlaust hvernig sem það er tilkomið.


mbl.is Meira góss og meira vín tollfrjálst með nýrri reglugerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband