Fréttir úr stjórnmálalífinu

Það er ekki hægt að neita því að það vekur nokkra undrun að nú lesi maður slúður úr Íslensku stjórnmálalífi á vefsíðum The Financial Times.  Sá þessa frétt hér á mbl.is og skondraði sem leið lá til FT.

Ég þekki ekki til prófessors Wade, eða hversu gjörla hann þekkir til Íslenskra stjórnmála, þó að einhverjar vísbendingar kunni að leynast í fréttinnu um hvaðan hann hefur heimildir sínar.

En vissulega má færa rök fyrir því að vaxandi pirrisngs gæti í stjórnarsamstarfinu, en það gæti þó reynst Fylkingunni tvíeggjað sverð, þó að nokkuð vel blási fyrir flokkinn í skoðanakönnunum þessar vikurnar.

Fyrst þarf að hafa í huga að þingrofsrétturinn er í höndum Geirs og það er alltaf spurning hvort að tækist að mynda ríkisstjórn án þess að rjúfa þurfi þing. Í þannig kringumstæðum sæi ég þó ekki aðra ríkisstjórn en D+B+F og það er vissulega erfitt fley að stýra.

Hvað þá niðustöðu að nú sé allt að kenna einkavæðingunni, ber ef til vill að hafa í huga hvernig rekstur var á bönkunum áður en til hennar koma.  Ekki mörgum árum áður hafði ríkissjóður þurft að leggja nokkra milljarða inn í Landsbankann, til að koma honum á réttan kjöl.  Þannig var stjórnviskan á meðan stjórnmálamennirnir réðu þar kúrsinum.

 


mbl.is Rót vandans einkavæðing íslensku bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband