Ó Kanada

Nú er þjóðhátíðardagur okkar Kanadabúa að kveldi kominn, fátt hefur þó verið um hátíðarhöld enda nota Kanadabúar daginn helst til þess að hafa það gott í sumarbústaðnum, nú eða halda partý heima fyrir, eða almennt bara að njóta hóglífis.

Hóglífið hefur reyndar alltaf átt ágætlega við fjölskylduna að Bjórá og var svo í dag sem marga aðra daga.

Hér hafa reyndar verið undanfarna daga Finnskir gestir.  Hjón sem bjuggu áður hér í Toronto en eru nú flutt aftur heim til Finnlands, nánar tiltekið til Turku.

Í dag var vömbin verðlaunuð aukalega þar sem um þjóðhátíðardag var að ræða, graflax, T-beinsteik, grillaður maís, og ferskir ávextir í eftirrétt.  Skolað niður með hæfilegu magni af hvítu og rauðu og ekki spillti örlítill hákon með kaffinu fyrir.

En annars hef ég haft í mörgu að snúast undanfarna daga og þá ekki síst að njóta góða veðursins sem nú hellist yfir okkur dag eftir dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband