Fagra Ísland nær líka til Húsavíkur

Ég fagna þessarri undirskrift heilshugar.  Það er vonandi að iðnaðaruppbygging nái til Norð-Austurlands og fagurt og vaxandi Ísland nái þangað einnig.

Ég er mjög ánægður með að Össur skuli skrifa undir framlengingu viljayrilýsingar og reynist þar Húsvíkingum og Norðlendingum betri en enginn.

Vonandi verður uppbygging álvers að Bakka að veruleika.

Vonandi skipa Össur og Björgvin Skóflustunga sér í hóp þeirra sem vilja áframhaldandi uppbyggingu og nýtingu orkuauðlinda á Íslandi.

En það er skrýtið að lesa að ljósmyndurum skuli hafa verið neitað um að fá að mynda undirskriftina.

Við hvað eru ráðherrar hræddir?  Að mynd kunni að vera notuð í næstu kosningabaráttu?  Að það sjáist að iðnaðarráðherra styðji iðnaðaruppubyggingu?

Er ekki pláss fyrir "opna stjórnsýslu" á hinu Fagra Íslandi?


mbl.is Álversyfirlýsing undirrituð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband