23.6.2008 | 22:48
Flakkandi fylgi
Ég hef aldrei verið einn af þeim sem hef tekið skoðanakannanir of alvarlega, en vissulega gefa þær oft tilefni til þess að staldra við og hugleiða málin.
Ég verð að byrja á því að segja að mér þykja miklar sveiflur hafa verið í skoðanakönnunum undanfarið, heldur meiri en eðlilegt getur talist, en eftir allt þá eru þetta jú bara kannanir.
En það er alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki of vel þessa dagana. Líklega vegur það umrót sem hefur verið í efnahagslífi Íslendinga nokkuð þungt og staðan í borgarstjórnarflokki hans hefur líklega ekki hjálpað til.
Það verður að teljast eðlilegt að kjósendur refsi Sjálfstæðisflokknum harðar fyrir efnahagsmálin en samstarfsflokknum, hann hefur jú lykil ráðherrana hvað þau varðar, og þó að í ríkisstjórn sé náin samvinna eru það forsætisráðherra og fjármálaráðherra sem bera þungan af efnahagsmálunum.
En ef til vill hefur Samfylkingunni líka tekist vel upp í þeim "leik" að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Vera bæði með og móti og veita málum stuðning, en álykta gegn þeim.
En þessi könnun hlýtur líka að vera hálfgert áfall fyrir stjórnarandstöðuna, ja nema ef til vill "Frjálslynda" sem auka þó við sig. VG tapar fylgi frá síðustu könnun (ennþá þó í nokkuð góðri stöðu miðað við kosningar) en niðurlæging Framsóknar er alger. Langt undir kjörfylgi og standa einungis jafnfætis "Frjálslyndum". Líklega verður Sturla og vörubílstjórarnir að bjóða fram í næstu kosningum svo að Framsókn endi ekki sem minnsti flokkurinn.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.6.2008 kl. 22:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.