Hundfúll

Þetta eru slæmar fréttir, en líklega er ekkert að við þessu að gera.  Ef eftirspurnin er ekki næg er lítið hægt annað en að draga úr framboðinu.

En ég held að þetta eigi eftir að gera Icelandair erfiðara fyrir að byggja upp þessa flugleið, og þá sérstaklega frá Toronto yfir til Evrópu.  Það lítur aldrei vel út að byrja á því eiginlega um leið og flugleið er opnuð að skera niður.  Þeir sem skipuleggja ferðir sínar langt fram í tímann þykir yfirleitt vænlegra að skipta við "stabíl" flugfélög.

Þá hefði verið betra að byrja smærra.

En líklega hefur einfaldlega verið farið af stað með of mikla bjartsýni, og ekki hefur verið nóg bókað.  Það hlýtur alla vegna að kosta flugfélagið þó nokkuð að koma þeim farþegum á leiðarenda sem þegar höfðu bókað flug, þannig að svona ákvarðanir eru varla teknar nema að nauðsyn sé og horfur hafi verið á lélegri nýtingu.

En ég er auðvitað hundfúll, var farinn að sjá fram á að hægt væri að skreppa til Íslands mun oftar en ella og með minni fyrirhöfn, en það þýðir ekkert annað en að vona að þetta komi síðar.

Svo lengi sem þeir fella ekki niður flugin mín í júli og ágúst, þá lifi ég þetta af.

P.S. Það væri gott að vita hvað vetrarhléið er langt, hvenær það hefst og hvenær því lýkur.


mbl.is Icelandair dregur úr ferðaframboði í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Urður

Það verður flogið til Toronto út október og svo byrjar það aftur í mars. Það eru þó til dæmi þess að fyrirhuguð vetrarfrí á leiðaráætlunum hafi verið stytt til muna þannig að það má alveg vona;)

Urður, 28.5.2008 kl. 19:31

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir þessar upplýsingar.  Þær var nefnilega ekki að finna í fréttinni.  Vissulega má vona.

En það hefði verið betra að leggja upp með þessa áætlun, það lýtur aldrei vel út að byrja að skera niður í sama mánuði og flug hefst á leiðinni.

G. Tómas Gunnarsson, 28.5.2008 kl. 20:37

3 Smámynd: Urður

Já sammála þér þar, en það hefur væntanlega enginn búist við svona rosalegum verðhækkunum á olíu, hugsa að það sé helsta ástæðan fyrir þessu. Margir munu missa vinnuna vegna þessa, þetta er hundfúlt í alla staði!

Urður, 29.5.2008 kl. 12:31

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held að þetta hafi ekki með olíuverð að gera, nema auðvitað með óbeinum hætti.  Þetta tengist frekar almennu efnhagsástandi og því hvernig almenningur upplifir það.  Þar spilar olíuverð vissulega verulega inn í.

Air Canada er til dæmis nýlega búið að hækka hjá sér "eldsneytisgjald".  Það er ekki óeðlilegt.

En ennþá eru flugferðir mikið mun ódýrari en þær voru fyrir áratug eða svo.  En það þarf að selja ferðirnar.  Líklega mun fólk draga saman ferðalög á næstunni, bæði Ísendingar sem aðrir.  Óvíst atvinnuástand og óvissa í efnahagsmálum er það sem ræður, þar er olíuverð aðeins einn þáttur.

G. Tómas Gunnarsson, 29.5.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband