Jógúrt og börn

IMG 4163Það er alveg á mörkunum að ég telji að hægt sé að mæla með að jógúrt sé gefið börnum.  Þrátt fyrir hollustu sjálfs jógúrtsins fylgja því ákveðnir "fylgikvillar".

Þannig finnst ómegðinni hér að Bjórá fátt betra en þegar ég gef þeim jógúrt.  Þá er tekin "hrein" jógúrt og sett út í hana frosin ber, t.d. eins og í gær bláber, hindber og "blackberries" (man ekki hvað þau eru kölluð á Íslensku).

Síðan er "töfrasprotanum" beitt á herlegheitin og út kemur þykk, köld og heillandi berjajógurt.

Svo góð er hún að Foringinn sleikir stundum diskinn sinn þegar ekki er meira að fá. En þegar hann kenndi litlu systur sinni þá list, gleymdi hann að taka fram að betra væri að klára það sem var á disknum áður.

Því fór sem fór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband