Flokkur á Villi-götum

Það heitir að gera lítið úr málinu þegar sagt er að staðan sé ekki viðunandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. 

Staðan er óásættanleg.

En því miður er alsendis óvíst að hún horfi til betri vegar á nokkurn hátt.  Engin raunverulegur leiðtogi fer fyrir borgarstjórnarflokknum.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur breyst í "húskofaflokk".  Engin getur útskýrt hvert er verið að stefna með REI. Borgarstjóraembættið er ekki í höndum stærsta flokksins í borgarstjórn, heldur þess minnsta.

Núverandi meirihluti er ekki nógu trúverðugur, talað er út og suður og of algengt er að borgarfulltrúar séu eða þurfi að útskýra hvað aðrir í meirihlutanum hafi nú verið að meina.  Með fæðingu þessa meirihluta má líklega segja að hundraðshöfæðingjarnir hafi verið "skornir niður úr snörunni".  Allar þær klemmur sem sá meirihluti stefndi inn í hurfu eins og dögg fyrir sólu.

Helsta von flokksins til að endurheimta fylgi eins og staðan er nú er hve slakir aðrir valkostir eru.

Sjálfstæðismenn hafa u.þ.b. 2. ár til að snúa taflinu við, sér í hag.  Það er ekki einfalt eða auðvelt verkefni.  Fyrsta skrefið til þess er að ótvíræður leiðtogi sé í borgarstjórnarflokknum.

Síðan þarf að skýra málefnastöðuna og hvessa hana.

Einhver minnisstæðasta setningin frá liðnum vetri er:  "Viljið þið að ég segi eitthvað?".

Ég hygg að það séu ansi margir sem myndu svara henni í dag:  "Já, við viljum að þú segir af þér".


mbl.is Umræðan Sjálfstæðisflokknum afar erfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Persónulega hef ég enga trú á því að Björn hyggi á endurkomu í borgarmálin.  Honum var hafnað á sínum tíma, en ég er reyndar þess nokkuð viss að hann hefði reynst ágætur borgarstjóri, þó að hann hafi ekki halað inn atkvæðin sem þurfti.

REI málið er eitthvað sem vekur upp óþægindi hjá öllum flokkum og líklega enginn flokkur sem þyrfti ekki á blettahreinsi að halda hvað það varðar.

Það er hins vegar alveg ljóst að Reykvíkingar mega þakka sexmenningunum í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að það fór ekki í gegn.  En síðan hefur leiðin legið niðurvið.

G. Tómas Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 02:19

2 identicon

Þeir eru alltaf að bera saman alls ólík, og alls óskyld mál, þegar þeir koma fram fyrir hönd flokksins, sama hvaða flokki þeir tilheyra. Einsog óvita krakkar sem rífast um hvor pabbinn sé sterkari en hinn. Það er langt síðan að það varð sorglegt að fylgjast með því sem þeir bjóða okkur á borð. Því ágreiningur þeirra verður að metingi á nokkrum sekúndum, og samanburði sem er ekki einu sinni samanburðarhæfur.

thematic (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband