9.5.2008 | 14:53
9000 fólksbílar = 1 flutningabíll = ? strætisvagnar/rútur
Ég sá að þingmaður hafði lagt fram fyrirspurn um það á Alþingi hvað flutningabílar slitu vegum í samanburði við venjulega fólksbíla.
Svarið sem kom frá Samgönguráðherra var að flutningabíll (fullhlaðinn held ég ) sliti vegum á við 9000 fólksbíla. Það verður því að álykta að sjálfsagt sé að þeir borgi snöggtum meira til vegagerðar heldur en venjulegir bílar.
En það vantaði inn í fyrirspurnina og svarið hvernig sliti annarra stórra farartækja sé háttað. Hvernig slíta t.d. strætisvagnar götum og vegum? Hvert er meðalslit hópferðabifreiða?
Ekki að þetta spili stóra rullu fyrir sálartetrið, en það væri gaman að sjá samanburðartöflu yfir vegaslit eftir farartækjum.
Eflaust vilja margir halda því fram að með þessu sé ríkið að greiða niður vegagerð fyrir vöruflutningafyrirtæki og verktaka. Það má til sanns vegar færa.
Hins vegar gera sér líklega flestir grein fyrir því hvar sá skattur ætti og myndi enda, eða hvað?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.