Innanflokksátök eða þverpólítísk samstaða?

Ég get ekki annað en glott út í annað þegar ég sé Samfylkingarfólk fara hamförum yfir meintri pólítískri þátttöku fréttastofu Stöðvar 2.  Öðruvísi mér áður brá.

En það skondnasta í þessu öllu fannst mér þó sú staðreynd að eftir að hafa farið og hlustað á fréttina á Vísi, þá gat ég ekki betur heyrt en að spyrjandinn sem Ingibjörg varð svona pirruð út í sé fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og hafi um hríð verið í framboði til varaformanns flokksins.  Ef til vill flokkast þetta því sem innanflokksátök?

En það er þó ekki hægt að líta fram hjá því að viðkomandi er auðvitað ekki eini fréttamaðurinn á Stöð 2 sem hefur sterk tengsl í stjórnmálaflokk.

Því má ef til vill draga þá ályktun að það hafi náðst þverpólítísk samstaða á fréttastofunni um að gera Ingibjörgu lífið leitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband