Stofnanavæðing umræðunnar

Mér finnst umræðan um mannréttindastjóra eða hvað starfsheitið er, fyrir Reykjavíkurborg nokkuð merkileg.  Ekk hef ég neitt á móti því að mannréttindi séu virt í borginni, en átta mig samt ekki alveg á þörfinni.  Hafa mannréttindamál í Reykjavík verið í miklum ólestri og eru það enn?

En mér finnst þetta reyndar vera hluti af stærra "trendi", sem er að ekkert getur gerst án þess að hið opinbera setji á stofn eitthvert "batterí" og umræðan verður gjarna á milli tveggja eða fleiri opinberra aðila, sem annað hvort eru kjörnir eða skipaðir.

Hvernig væri nú t.d. að borgin einfaldlega réði samtök eins og Amnesty International til að "taka út" mannréttindamál í Reykjavík.  Jafnvel mætti hugsa sér að Amnesty tæki að sér vöktun hvað þetta varðar.

Af sama meiði má til dæmis nefna embætti eins og Talsmaður neytenda.  Fyrir voru á "markaðnum" frjáls félagasamtök, Neytendasamtökin, en auðvitað hafa stjórnmálamenn takmarkaðan áhuga á því að efla slík samtök, þar sem þau hafa ekkert skipunarvald, og geta ekki ráðið hverjir sinna verkefnunum.

Þannig er hvert málefnið af öðru fært undir umsjón hins opinbera og umræðan stofnanavædd.

Tillögur um umboðsmenn hins og þessa (er ekki umboðsmaður Íslenska hestsins eitthvert þekktasta dæmið) heyrast reglulega. Eitt nýjasta dæmið eru hugmyndir um Umboðsmann aldraðra, sem þó hafa með sér ágætis samtök.

Hvað skyldi þeim detta í hug næst?  Umboðsmaður skattgreiðenda?

e

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Þessi umræða er ekki um mannréttindamál heldur um að búa til þægilegar stöður með sæmilegum launum þar sem maður þarf ekkert að gera annað en það sem manni finnst gaman og getur gert sig merkilegan í fjölmiðlum.

Einar Þór Strand, 7.5.2008 kl. 18:32

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mikið er ég sammála ykkur - hvar er Sóley Tómasdóttir í umræðu um mannréttindabrot á sjómönnum?

Sigurjón Þórðarson, 7.5.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband