3.5.2008 | 01:47
Hlaðið á nóttunni
Þó að verðið á þessum bíl sé skuggalega hátt, eða um 100.000 dollarar, og ég hreinlega þori ekki að hugsa um hvað hann myndi kosta á Íslandi, þá hljóta svona bílar að vekja vonir.
Það er eitthvað svo heillandi við að hafa bílinn í hleðslu í bílskúrnum á nóttunni. Sem leiðir auðvitað hugann að því að fljótlega verður rafmagn misjafnlega dýrt eftir tíma dags hér í Toronto.
Auðvitað ódýrast á nóttunni.
En þó að hröðunin sé góð og endingin ásáttanleg, þá velti ég því óneitanlega fyrir mér hver endingin er á rafhlöðunum er og hvað þær kosta.
Svo bíð ég auðvitað eftir því að það komi fram fjölskyldubíll, nú eða lítill nettu "yarislíkur" sem nýtir sömu tækni.
En það hljóta flestir að brosa þegar þeir ímynda sér veröld án bensínstöðva, og að tengillinn í bílskúrnum knýji áfram bílinn.
Rafknúinn sportbíll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ég er búinn að fylgjast með þessum bíl í talsverðan tíma. Fyrir um ári var talað um að hann kostaði um 200.000 dollar svo hann er að lækka í verði.
Tesla segist líka ætla að koma næst með ódýrari típu sem er nær almenningi í verðlagningu.
Björn Þór (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 03:34
Hlaðið á nóttunni? Það tilheyrir fortíðinni. Það tekur ekki nema 2-3 tíma að hlaða akkúrat þennan bíl (tesla) en það er á leiðinni annar sportbíll, nokkuð öflugri, og jeppi, sem ekki mun taka nema 10 mínútur að hlaða að fullu.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.5.2008 kl. 09:42
Ásgrímur: hvað heitir þessi nýi bíll? Ég hef ekki heyrt hans getið.
En það að koma nýr "yarislíkur" bíll. Hann er norskur og heitir Think City. Slóðin á síðuna er www.think.no
Loftur (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 11:15
Ástæðan fyrir að maður vill hlaða á nóttinni er að koma í veg fyrir toppana sem myndast í rafdreifikerfinu. Eins og kerfið er í dag þá ræður það alveg við auka álag, en spurning er hvað myndi gerast ef allir Íslendingar...eða bara 30% t.d. myndi fá sér svona bíla. Háálag á kerfinu er á aðfangadag kl 18 þegar allir eru að elda og það þekkist ennþá í dag að það kemur rafmagnsleysi þá...og er það því ein ástæðan fyrir því að maður vill hlaða á nóttinni. Önnur ástæða er að rafmagn er háð framboði og eftirspurn, þannig að ef það verður kannski 30% aukning í raforkuþörf þá þarf að framleiða 30% meiri raforku. Annað hvort yrði það þá gert á daginn og bæta því ofan á raforkuframleiðsluna þá...sem sennilega þýðir að stækka verður virkjanir, eða þá að nýta sér það að á næturnar er lágálag og því þarf ekki að stækka núverandi virkjanakost.
beta (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 13:43
Ásgrímur er líklega að tala um þessa Phoenix bíla.
http://www.phoenixmotorcars.com/vehicles/fleet-information.php
Sem eru með ansi merkileg batterí.
Árni (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 15:57
Bestu þakkir fyrir þessi innlegg. Hafð frétt af norska bílnum en hafði jafnframt heyrt að þeir væru í vandræðum með rafhlöðuendinguna. Þess vegna var ég forvitinn að vita hvað vitað væri um rafhlöðurnar í "Teslunni"
En beta svarar því hvert ég var að fara með næturhleðslu. Hér í Toronto verður innan skamms farið að selja rafmagn á fjórum mismuandi töxtum, allt eftir tíma dags og hvort helgi er eður ei. Mælir til þessa er þegar kominn við húsið mitt, en ég er ekki alveg viss um hvenær verður byrjað. Rafmagn er gríðarlega vannýtt á næturna og því verður verðið lang hagstæðast þá. Þetta er eitthvað sem ég held að Íslendingar ættu að taka upp, alla vegna í framtíðinni og yrði vonandi gert ef og þegar rafmagnsbílar verða algengir, enda um að gera að beina notkuninni ínn á "dauðan" tíma.
En "Fönixinn" virkar verulega áhugaverður.
G. Tómas Gunnarsson, 4.5.2008 kl. 04:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.