Á næturvaktinni

Það er orðið mun "auðveldara" að vera fjarri heimahögunum en áður var.  Það er hægt að fylgjast vel með fréttum, lesa bæði blöð á netinu sem og horfa á sjónvarpsfréttir, umræðuþætti, og spurningaþætti ef svo ber undir, það er hægt að  hringja "heim", án þess að það kosti nokkuð sem heitir og halda þannig sambandi við fjölskyldu og vini.

En eitt af því sem ekki er hægt er að njóta á netinu er leikið Íslenskt efni. 

En í hálfgerðu letikasti settist ég niður í gærkveldi og horfði á Næturvaktina, en mér áskotnaðist DVD diskar með þættunum í jólagjöf, en hef ekki gefið mér tíma til að horfa fyrr en nú.

Mér þótti þættirnir fara hægt af stað, en hver þáttur betri en sá fyrri og áður en gengið var til náða hafði ég horft á 8. þætti.  Það hlýtur að teljast meðmæli.

En þættirnir eru góðir, þó að ef áhugi er fyrir hendi megi finna ýmsa galla.  En þröngt sögusvið og góðir karakterar er vel nýtt.  Sú hugmynd að krydda þættina með raunverulegum "stjörnum" úr daglega lífinu tekst afar vel og lyftir þáttunum upp.

Nú þarf ég bara að finna mér tíma til að horfa á 4. síðustu þættina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband